Saga - 1949, Side 104
100
fylgdarmanna Smiðs hefur verið sakarefni, þá
var sú vörn þar, að Jón og þeir hefðu verið í
fylgd með Smið til lögleysuverka þeirra, sem
Smiður hafi ætlað að fremja.
En Þorsteinn var ekki einungis lýstur „kvitt-
ur af öllum ,málavöxtum“, heldur hlutu þeir
Ólafur Pétursson æðstu völd á íslandi, hvor í
sínum hluta landsins. Ólafur hefur fengið hirð-
stjórn og sýslu um Norðlendinga og Vestfirð-
ingafjórðung, en Þorsteinn um Sunnlendinga
og Austfirðingafjórðung. Þar að auki fékk
Þorsteinn lögsögu í Norðlendinga og Vestfirð-
ingafjórðungi, en skipa skyldi hann lögmann
yfir Sunnlendinga og Austfirðingafjórðung.1)
Þeir komu út, að tali Skálholtsbrotsins og Gott-
skálksannáls, árið 1364. Þess getur ekki, hversu
lengi þeim hafi verið veitt völd þessi, en senni-
lega hafa þeir átt að halda þeim um þrjú ár.
Hafa þeir átt að hafa landið að léni þenna
tíma, eins og títt sýnist hafa verið um þessar
mundir.
Sennilega hafa frændur Smiðs, sem ver-
ið hafa ættstórir menn og stórlátir, unað því
illa, að hann lægi óbættur, eins og óbóta-
maður. Og sama hefur líklega verið um frænd-
ur Jóns Guttormssonar. Þó að þeir, sem að
vígi þeirra voru, hafi fengið kvittun konungs-
valdsins ,,af öllum málavöxtum“, þá mun
frændum Smiðs ekki hafa verið það nóg. Eng-
ar sagnir fara af eftirmálum frænda Jóns
skráveifu eftir hann, en votta sýnist fyrir eft-
irmálum eftir Smið. Ólafur Pétursson hafði
1) Isl. Annaler bls. 227 (Skálh.brotið), 361 (Gott-
skálksannáll).