Saga - 1949, Page 106
102
hirðstjórn, og bætir síðan við: „Gengu tylftar-
eiðar á alþingi um Grundarmál“. Þó að sögn
þessi sé ákaflega óljós, þá verður það naumast
efað, að hér hljóti að vera átt við atburðina
á Grund í Eyjafirði 8. júlí 1362. Vér þekkjum
engin önnur mál. er Grundarmál mætti þá
nefna. Ekkert er kunnugt um það. að hvers
tilhlutun þá er hreyft við málum þessum. Þor-
steinn Eyjólfsson hefur þá enn haft lögsögu
norðan og vestan. Hann hefur þá ef til vill
hafizt handa um bótamál eftir Smið. En líka
má vera, að inir nýju valdhafar hafi verið
komnir út fyrir þing og komið málinu á skrið.
En svO virðist, sem nokkurn undirbúning
hafi þurft að eiðunum, því að til tylftareiða
þurfti marga menn, sem hafa orðið að sækja
þing. Og ekki var sama, hverir mennirnir
(eiðvættin) voru. Forgöngu einhverra dugandi
manna þurfti til þess að hafa þau saman og
koma þeim til þings. Og það hefur tekið sinn
tíma. Má því líklegt þykja, að aðrir en inir
nýju valdhafar kunni að hafa haft þá for-
göngu. Og sýnist þá enguin vera framar til að
dreifa en Þorsteini Eyjólfssyni, að svo miklu
leyti sem eiðamennirnir hafa verið norðan-
lands. Þorsteinn sigldi og þetta eða næsta ár,
og má búast við því, að hann hafi talið sér
hentugt, er út kæmi, að geta bent á það, að
hann hefði hafizt handa um bótamál eftir Smið,
áður en hann sigldi. En auðvitað verður hér
einungis getgátum við komið, með því að heim-
ildirnar eru svo óglöggar.
Um hvað hafa tylftareiðar þessir gengið?
Jafn mikil óvissa er um það og um þau atriði,
sem nefnd hafa verið. Eiðarnir sýnast hafa