Saga - 1949, Side 107
103
varðað sýknu Smiðs eða þeirra manna, sem að
aðförinni stóðu, eða málsbætur annars hvors
aðiljans eða beggja. Ef eiðarnir beindust að
því, að Smiður hefði að hyggju eiðvinnenda
ætlað að fara að Eyfirðingum og taka af lífi
nokkra forustumenn þeirra, þá hefðu þeir mið-
að aðfararmönnum til sýknu eða að minnsta
kosti til málsbóta. En líka er hugsandi, að eið-
arnir hefðu lotið að því, að eiðamenn hyggðu
Smið ekki hafa farið norður með þann hug,
heldur til þess að halda uppi valdi konungs með
öðrum og löglegum hætti og það mátti verða
til þess, að hann yrði metinn bótamaður. Jafn-
vel má hugsa sér, að eiðarnir hefðu beinzt að
hvorutveggja þessu, enda þurfti það alls ekki
að rekast á, þótt einn flokkur eiðamanna særi
um hyggju sína varðandi gerðir aðfararmanna,
en annar um hyggju sína varðandi fyrii*ætl-
anir Smiðs. Aðrir eiðarnir hefðu þá varðað
hag aðfararmanna, en hinir hag eftirmáls-
nianna Smiðs. Og þetta er reyndar trúlegast.
En hver má hér trúa því, sem honum þykir
trúlegast, með því að annálsgreinin um eiða
þessa er svo óákveðin.
Gottskálksannáll segir Þorstein Eyjólfsson
hafa farið utan 1367. Næsta ár 1368, segja
bæði Gottskálksannáll og Skálholtsbrotið, að
hann hafi verið fanginn af þýðverskum mönn-
nm, en Gottskálksannáll segir söguna miklu
gerr. Var þá ófriður mikill rnilli Hansamanna
°g Noregs (og Danmerkur). Var Þorsteinn í
>4 inu þrengsta varðhaldi“ í Lybeck frá því
um miðjan maí 1368 til ágústmánaðarloka, en
Vai' þá látinn laus, er hann hafði heitið á guð
hans helga menn „gefandi sér annað nafn