Saga - 1949, Page 108
104
en hann hafði“. Á norðurleið var hann enn
fangaður á Skáni, en var þó bráðum látinn
aftur laus. Kom hann svo út 1369, að sögn
Gottskálksannáls, með lögsögu um land allt.1)
Mun annállinn enn vera einu ári á eftir rétt-
um tíma. Virðist ekki ólíklegt, að Þorsteinn
hafi í för þessari skýrt frá eiðatökunni og heit-
ið því, að Smiðsmál skyldi lúkast ið skjótasta.
Skálholtsbrotið og Gottskálksannáll segja, að
árið 1370 hafi út komið Þorgautur Jónsson
með hirðstjórn um land allt, en Flateyjarann-
áll setur útkomu hans árið 1371, og hafi Þor-
steinn Eyjólfsson haft lögsögu.2) Árið 1372
segir Gottskálksannáll Andrés Sveinsson hafa
komið út með hirðstjórn um land allt.3) En
líklega er þessi annáll hér ári á eftir, svo að
þetta ætti ekki að hafa gerzt fyrr en 1373.
Þorgautur virðist því hafa haft hér hirðstjórn
árin 1372 og 1373. Hefur hann líklega verið
norskur. Þorgautsnafn kemur ekki fyrir í ís-
lenzkum heimildarritum síðan á 10. öld eða
fyrri hluta 11. aldar, og virðist ólíklegt, að það
hittist hvergi, ef maður úr stórættum landsins
hefði borið það, en enginn ættsmár maður
hefði á 14. öld hlotið hér hirðstjórn um land
allt. Samkvæmt Skálholtsbrotinu4) gerist loka-
þáttur Smiðsmála árið 1372. Segir þar svo:
„Þing ið mikla i EyjafirSi í Spjaldhaga. Komu
þar saman Sunnlendingar um Smiðsmál. Var
Smiður úrskurðaður bótamaður af Þorsteini
1) Isl. Annaler bls. 228, 361, 362.
2) Isl. Annaler bls. 228, 362, 411.
3) Isl. Annaler bls. 363.
4) Isl. Annaler bls. 229.