Saga - 1949, Side 111
107
ur. heldur einnig í málum, sem vörðuðu þá
sjáifa, enda voru þeir venjulega kærendur og
fengu sjálfir einatt álitlegar sektir, ef söku-
nautur var sakfelldur, sem jafnvel oftast var.
Og veraldlegu vald&mennirnií höfðu sama hátt
á. Þeir nefndu t. d. einatt sjálfir menn til álits
um tilkall sitt til tiltekinnar jarðar o. s. frv.
Það er því engin nýlunda, þó að Þorsteinn
Eyjólfsson nefndi dóm á alþingi um bótaskyldu
eftir Smið Andrésson, jafnvel þótt hann hefði
sjálfur verið atvistum á Grund, er Smiður var
veginn, enda er sennilegt, að hann hafi viljað
nú loks feginn binda enda á mál þetta, sem
sjálfsagt hefur oft bakað honum meir en lítil
óþægindi, enda sennilega verið þrýst á hann
af „hærri stöðum“ að leysa eða láta leysa úr
því, hvort Smið skyldi bæta eða ekki. Forystu-
menn aðfarar að Smið og fylgjurum hans
böfðu ráðist í svo mikið stórvirki, að þeir
máttu telja sig hólpna, er þeir sluppu frá því
með greiðslu manngjalda til frænda hans. Hér
á landi hefur sennilega enginn ættingi Smiðs
verið annar en Hrafn Bótólfsson, sem hér varð
lögmaður 1381.1) Hann hefur víst verið ná-
skyldur Smið, líklega verið bróðursonur hans,
og hefur verið ungur maður um 1370. Hrafn
átti Ingibjörgu dóttur Þorsteins Eyjólfssonar,
og mætti láta sér detta í hug, að sá ráðahagur
hefði einmitt orðið um þessar mundir og verið
gerður til fullra sátta millum ættingja Smiðs
hér. á landi og Þorsteins Eyjólfssonar, enda
mætti þá vera, að Þorsteini hefði verið því
Ijúfara að úrskurða Smið „bótamann".
1) Sbr. Safn. II. 73.