Saga - 1949, Page 112
108
Aðrar mæðgir til friðar og sátta kynnu þá
og að hafa verið stofnaðar. Guttormur Orms-
son lögmanns fékk Sofíu dóttur Eiríks ríka
Magnússonar á Möðruvöllum, og kynni ráða-
hagur þeirra að hafa tekizt um þessar mundir.
Þau Guttormur og Sofía voru foreldrar Lofts
ríka, sem flestir fslendingar eru komnir af.
V. Var SmiSur Andrésson Norðmaöur
eða íslendingur?
NiðurlagsorS.
Vikið hefur verið lítilsháttar að því, hverrar
þjóðar Smiður Andrésson hafi verið. En þetta
atriði þarf að athuga nánara. Ber þá fyrst og
fremst að leita til þeirra heimiida, sem það
efni varða eða kunna að varða, beint eða
óbeint. Verður þá að vega það, sem þær segja
beinlínis eða kann að verða leitt af þeim. Það,
sem með vissu eða líkindum verður af heim-
ildarritunum leitt verður svo að bera saman við
önnur atriði, sem varða eða varða kunna sögu
Smiðs, og athuga, hversu saman ber og hvaða
skýringu eða líkur þau atriði kunni að veita.
Tilgátur eru hér, sem ella, auðvitað leyfilegar,
en þær mega vitanlega ekki fara í bága við
óvéfengjanlegar skýrslur heimildarrita eða hafa
líkur gegn sér, en lítt eða ekkert til styrktar,
enda óheimilt að fara eftir tilgátu einni, svo
sem full vissa væri.
Þess skal þegar geta. að órækir vitnisburðir
eru í heimildarritum vorum um skipun norskra
manna í valdamestu stöður hér á landi við og
við fyrir daga Smiðs Andréssonar. Hann er