Saga - 1949, Side 113
109
því alls ekki fyrsti norski maðurinn, sem hér
hafa verið fengin æðstu völd, ef í ljós kemur,
að hann hafi verið norskur. Skálholtsannáll1)
segir, að árið 1286 hafi herra Auðun hesta-
korn, alkunnur norskur aðalsmaður, verið skip-
aður jarl yfir Islandi. En sennilega er sögn
þessi missögn. Auðun var um þessar mundir
einn mestur valdamaður í Noregi og fékk þar
jarlsnafn, en til íslands hefur hann aldrei kom-
ið, svo að getið sé og ókunnugt er um afskipti
hans af málum íslands. Ef hann hefur fengið
jarlsdóm yfir íslandi, þá mun það hafa verið
einber nafnbót, en ekki tákn raunverulegs valds
yfir landinu.
Árið 1293 var Pétur af Eiði, norskur ridd-
ari, skipaður yfir allan Norðlendingafjórðung.
Var hann hér vistum valdatíma sinn, eins og
staðið hefur til.2) Álfur úr Króki, annar norsk-
ur riddari, kemur hingað 1301. og var honum
skipaður Norðlendinga og Austfirðingafjórð-
ungur, og þeim völdum sýnist hann halda til
1306, er hann andast hér á landi.3) Eru bæði
annálar og saga Laurentiusar biskups óvé-
fengjanlegar heimildir um hirðstjórn þessara
tveggj a norsku manna á íslandi nokkru fyrir
og laust eftir 1300. Frá því, er Krók-Álf líður,
mun sagnir vanta um ráðstöfun hirðstjórnar á
Islandi, þar til um 1320, er Ketill Þorláksson
tekur hirðstjórn. Hefur Ketill hirðstjórn fram
1) Isl. Annaler bls. 196.
2) Isl. Annaler bls. 71, 197, 261, 385, Bps. Bókm.fél.
I. 796—798.
3) Isl. Annaler bls. 199—201 (Skálh.ann., sem bezt
rekur feril Álfs liér á landi), Sbr. Bps. I. 806.