Saga - 1949, Side 114
110
um 1340, en þá skiptir um, því að eftir Ketil
er norrænum manni fengið þetta vald.
Árið 1341 segir Skálholtsannáll, að út hingað
hafi komið tveir „norrænir“ menn. Annar
þeirra var Áslákur kórsbróðir af Niðarósi, sem
erkibiskup hafi sent „at bjóða yfir almenning,
svo biskupana sem aðra, ef þeir hefði til ver-
ið“. Hinn maðurinn var Bótólfur Andrésson,
sendur af konungs hálfu „at bjóða yfir alla
leikmenn“. í Lögmannsannál og Gottskálks-
annál er og útkomu þessara manna getið, en
ekki berum orðum sagt, að þeir hafi verið
norrænir, eins og í Skálholtsannál segir. Um
Bótólf er það hins vegar berum orðum sagt,
að hann hafi verið skipaður hirðstjóri af kon-
ungi um land allt.1) Skálholtsannáll sýnist vera
allgóð heimild um þjóðerni Ásláks og Bótólfs,
því að annállinn er skráður skömmu síðar, rétt
eftir Grundarbardaga,2) og er ekki líklegt, að
milli mála hafi farið, hverrar þjóðar Bótólfur
var. Það hefur ekki farið dult, er norskur
maður var skipaður í embætti á íslandi, því
að sennilega hafa menn hér á landi alls ekki
kunnað því vel. Engar sögur fara af Bótólfi í
hirðstjórn hans. En 1342 kvæntist hann hér
íslenzkri hefðarkonu, Steinunni Rafnsdóttur úr
Glaumbæ.3) Hefur Rafn verið sonur Jóns korps
Hrafnssonar Oddssonar, sem alkunnur er af
sögu Sturlunga og sögu Árna biskups Þorláks-
sonar. Hefur Bótólfur verið af norskri aðals-
ætt, enda ekki aðrir en nafnbótamenn sendir
1) Isl. Annaler bls. 273, 352, 401.
2) Isl. Annaler bls. XV.
3) Isl. Annaler bls. 401.