Saga - 1949, Blaðsíða 115
111
hingað til hirðstjórnar af Noregi. Annars er
það ekkert einsdæmi, að norskur hirðstjóri
kvongist hér íslenzkri höfðingjadóttur og jafn-
vel ílendist hér. Hannes Eggertsson gekk t. d.
að eiga Guðrúnu dóttur Bjarnar Guðnasonar
í Ögri og varð hér forfaðir mikilla ætta, sem
alkunnugt er. Sonur þeirra Bótólfs og Stein-
unnar var Hrafn Bótólfsson lögmaður, sem
áður getur og lét lífið, ásamt konu sinni, 1390,
er skriða féll á bæ hans, Lönguhlíð í Hörg-
árdal.1)
Hrafn lögmaður Bótólfsson var sonur „nor-
ræns“ manns. Á því getur enginn réttmætur
vafi leikið. Árið eftir skriðufallið fannst líkami
Hrafns Bótólfssonar og var hann grafinn á
Hólum „hjá SmiS Andréssyni frænda sínum“.2)
Engin ástæða er til þess að ætla, að Smiður
Andrésson hafi verið skyldur Steinunni Rafns-
dóttur, móður Hrafns Bótólfssonar lögmanns,
enda hefur víst enginn orðað slíkt. Hrafn hef-
ur því verið skyldur Smið vegna þess, að Bót-
ólfur Andrésson, faðir Hrafns, og SmiSur
Andrésson hafa verið skyldir. Bótólfur var óvé-
fengjanlega „norrænn“ og Smiður Andrésson
hlýtur því einnig að hafa verið „norrænn“. Og
„norrænn" merkir hér blátt áfram norskur. Sira
Jón Halldórsson3) hefur því með réttu ályktað,
að þeir Bótólfur og Smiður hafi verið skyldir,
þótt hann segi hins vegar ekkert um það, að
Bótólfur hafi verið norrænn, eins og Skál-
1) Isl. Annaler bls. 416—417.
2) Flateyjarannáll, Isl. Annaler bls. 417.
3) Safn. II. 628.