Saga - 1949, Side 116
112
holtsannáll gerir. Finnur biskup segir)1 að
sumir segi þá hafa verið bræður, en aðrir, að
þeir hafi verið skyldir. Jón Espólín segir2)
menn halda, að Smiður hafi verið bróðir Bót-
ólfs, en Jón Péturssan segir það afdráttar-
laust.3 4) En jafnframt lætur hann í ljós efa um
það, að þeir Bótólfur og Smiður hafi verið
útlendir og segist halda, að það sé ekki byggt
á neinu, enda sé eins sennilegt, að þeir hafi
verið af „ætt Oddaverja eða Andrésar Sæm-
undssonar“. Þessi ætlun Jóns Péturssonar, sem
dr. Jón Þorkelsson hefur og talið líklega,')
kemur væntanlega af því, að þeir nafnar hafa
ekki athugað eða haft hugbæra ina ótvíræðu
sögn Skálholtsannáls um það, að Áslákur kórs-
bróðir og Bótólfur hafi verið norrænir menn.
Jafnvandaðir og góðir fræðimenn og þeir nafn-
ar hefðu aldrei látið sér til hugar koma að
ganga framhjá svo góðri heimild, eins og hún
væri ekki til, ef þeir hefðu munað eftir henni,
Þegar þeir skráðu greinir þær, sem til var
vitnað. Annars leiða þeir engin rök að því, að
Smiður hafi verið af ætt Oddaverja. Og sú
athugasemd Jóns Péturssonar, að einn annáll
(Oddaverja annáll,5) AM 417 4to) nefni hann
Jón smið, skiptir naumast rnáli. í fyrsta lagi
mun þetta vera seinni tíma tilbúningur. sem
stafar af því, hversu nafnið Smiður hefur ver-
1) Ilist. eccl. I. 427.
2) Árbækur I. 90.
3) Sýslum.æfir I. 144 nmgr.
4) ísl. árstíðaskrár bls. 256.
5) Sbr. Safn. II. 628 1. nmgr.