Saga - 1949, Síða 117
113
ið fátítt, svo að annálsritarinn heldur líklega,
að það hljóti að hafa verið viðurnefni. Og í
öðru lagi sannar það hvorki til né frá um þjóð-
erni mannsins, þótt hann hefði heitið Jón og
verið kallaður Jón smiður. Annars kemur
þessi nafngift Oddaverja annáls ekki til greina
gegn samhljóða sögn inna fornu annála um
nafn manns þessa.
Þá á það, samkvæmt ummælum Jóns Péturs-
sonar, að skipta einhverju máli, er Gottskálks
annáll1) getur þess sérstaklega, að maðurinn
hafi heitið „Smíður at skh'namafm“. Skýring
ummæla þessara sýnist vera ofureinföld. Nafn-
ið Smiður hefur ekki þekkst á fslandi, svo að
annálsritara sé kunnugt. Það hefur þá ekki
komið fyrir hér, svo að kunnugt sé, síðan í
öndverða 10. öld (Smiður frilluson Ingimundar
gamla), svo að annálsritaranum þykir þurfa
að geta þess sérstaklega, að þetta óvenjulega
heiti sé skírnarnafn mannsins, en ekki viður-
nefni. Smiðsnafn kemur svo ekki fyrir í ís-
lenzkum heimildarritum, fyrr en á síðari hluta
15. aldar. Þá koma fram tveir óþekktir menn
með því nafni, Smiður Guðmundsson í Aust-
fjörðum, sem þar er kaupvottur,2) og Smiður
Jónsson, sem vó Ásgrím Sigmundsson í Víði-
dalstungu 1483.3) Aftur á móti er Smiðs-nafn
nokkuð títt í Noregi á 14. og 15. öld í höfð-
higjaættum, -t. d. herra Smiður Eiríksson,
sem kemur þar við nokkur bréf um 1320,4)
1) Isl. Annaler bls. 358.
2) ísl. fornbr.safn VI. 539.
3) fsl. fornbr.safn VII. 470.
4) T. d. Dipl. Norv. VII. 116, VIII. 75.
Saga . 8