Saga - 1949, Síða 120
116
íslenzkan mann. í sögn hans um útkomu Smiðs
er þannig til orða tekið :1) „Kom skip af Nor-
egi i Grvndavik. Var þar sá maðr fremstr, er
Smi'ðr hét at skímarnafni. Andrésson“. Og svo
segir, að honum hafi verið skipuð hirðstjórn
um land allt. Ef íslenzkur maður hefði hlotið
slíka stöðu, þá hefði hann hlotið að vera meðal
höfðingja landsins, kynstór maður. Og þá hefði
annálsritarinn auðvitað kannast við hann. Þá
hefði annálsritarinn sagt, eins og venja annáls-
ritaranna er, nafn mannsins og föðurnafn, sem
þó er ekki einu sinni alltaf nefnt, án nokk-
urrar athugasemdar. Þá hefði hann ekki þókzt
þurfa að geta þess, að á skipinu hefði verið
„sá maðr fremstr“, er Smiður hét o. s. frv.
Annálsritarinn hefði alls ekki haft þessi um-
mæli. ef íslenzkur maður, íslenzkur höfðingi,
hefði átt hlut að máli. Annálsritarinn tekur
þannig til orða, af því að þessi maður (Smið-
ur) er honum með öllu óþekktur. Og er þetta
vottur þess, að annálsritarinn veit, að Smiður
er erlendur maður. þekkir ekkert til hans. Þyk-
ir þó þessum annálsritara ekki ástæða til þess
að hafa nokkur slík ummæli um aðra erlenda
menn, er hann getur útkomu þeirra með hirð-
stjórn eða eftir að þeir hafa verið hér hirð-
stjórar, eins og Álf úr Króki, Bótólf Andrés-
son, Holta Þorgrímsson og Þorgaut Jónsson
(sem sjálfsagt hafa báðir verið norskir).2)
Þess má geta, að þorps eða bæjar er getið
í Noregi, er Bótólfssteinn hét. í bréfi frá 19.
apríl 1343 viðurkennir féhirðir konungs í
1) Isl. Annaler bls. 358.
2) Isl. Annaler bls. 340, 352, 353, 362.