Saga - 1949, Page 121
117
Björgvin skuld konungs við „Anclrés af Bót-
ólfssteini“.1) Sýnist ekki ólíklega til getið, að
þessi Andrés af Bótólfssteini hafi verið faðir
Bótólfs hirðstjóra (og Smiðs). Hinn 8. sept.
1879 er „Bótólfur Andrésson“ vottur að sam-
komulagi um jarðaskipti tveggja bræðra í
Björkedal í Noregi.2) Gæti þetta verið Bót-
ólfur hirðstjóri þá sennilega kominn á sjötugs
aldur. „Bótólfur Andrésson“ kemur við bréf
4. okt. 1446 meðal 12 lögréttumanna, er gera
áreið á lönd nágranna.3) Er líklegt, að þessi
Bótólfur sé sonarsonur Bótólfs hirðstjóra. Loks
kemur „Andrés Bótólfsson“ við norskt bréf 12.
sept. 1515, þar sem segir, að hann hafi geymt
arf stjúpbarna sinna, er hann nú hafi greitt.4)
Sýnist mjög líklegt, að allir þessir menn séu
sömu ættar. Nöfnin Andrés og Bótólfur koma
svo reglulega, að lítt er annað hugsandi. Verð-
ur því naumast neitað, að þessi bréf styðja
norskan uppruna Bótólfs hirðstjóra og þar
með Smiðs Andi'éssonar.
Orð og athafnir Smiðs, eins og samtíða ann-
álaritarar lýsa þeim, samrýmast óneitanlega
betur því, að hann hafi verið norskur, en ekki
íslenzkur. Ef hann hefði verið kunnugur mönn-
u.m og málefnum hér á landi, þá er ólíklegt, að
Jón Guttormsson hefði mátt sín svo mikils hjá
honum sem raun sýnist bera vitni. Fyrstu af-
skipti Smiðs af málum hér er íhlutun hans í
deilu eyfirzkra presta við inn norska biskup
1) Dipl. Norveg. III. 188,
2) Dipl. Norveg. III. 327.
3) Diul. Norv. X. 144.
4) Dipl. Norveg. X. 245.