Saga - 1949, Page 123
119
ingi, harðsnúinn og óhlutvandur, gat að vísu
farið ,með fjcmdmann sinn um þessar mundir,
eins og Smiður fór með Árna Þórðarson, og er
þar til dæmis fangelsan Þórðar Jónssonar á
jólum 1385 og aftaka eftir dóm Orms Snorra-
sonar, sem áður er að vikið. En ekkert er
kunnugt um það, að þeir Smiður og Árni hafi
átt neitt útistandandi hvor við annan. Næst
ríður Smiður norður í land svo fljótt sem
hann fær því við komið til þess að jafna sak-
irnar við Norðlendinga og tekur með sér báða
þá menn, sem þá báru lögmannsnafn, og ná-
lægt þremur tygum alvopnaðra manna, því að
nú skal „útlagana" og „landráðamennina" ekki
undan bera. Nú skal „refsa til landhreinsunar
og friðar“ eins og gert er ráð fyrir í Jónsbók
Mannhelgi 2. kap., að umboðsmaður konungs
kunni að gera. Og hvert skyldi erindi Smiðs
hafa annað verið, eftir því sem á undan var
gengið? Mundi nú íslenzkur höfðingi með hirð-
stjórn hafa farið eins eða svipað að? Mundi
hann hafa lýst fremstu menn í Norðlendinga-
fjórðungi útlaga og landráðamenn fyrir það,
að þeir vildu eigi játa sig undir hlýðni við
skilríkjalausan norskan biskup? Mundi hann
hafa talið það landráðasök, þó að Jóni Gutt-
ormssyni væri stökkt úr Húnavatnsþingi, þar
sem réttur hans til yfirreiðar var enginn eða
að minnsta kosti vafasamur? Mundi íslenzkur
hirðstjóri hafa hafið ferð að sunnan norður í
land til þess að „leggja undir sverð“ höfðingja
og fremstu bændur í Norðlendingafjórðungi?
Heimreiðar og ofsóknir á einstaka menn gerð-
ust, eins og alkunnugt er, en dæmi til slíkra
aðfara af íslenzks hirðstjóra hálfu gagnvart