Saga - 1949, Síða 124
120
fremstu mönnum í einum landsfjórðungi mun
ekki hægt að finna. En erlendur aðalsmaður,
hraustur og harðskeyttur, eins og Smiður hef-
ur vafalaust verið, lítur landsmenn smáum aug-
um. Hann hefur úrvalsmenn til vopnaburðar
með sér, erlenda sveina, sem aðeins erlendur
hirðstjóri hefur að líkindum getað haft, og hann
vanmetur varúð, styrk og hreysti inna norð-
lenzku höfðingja. Hann reiknar dæmið skakkt,
gengur í gildru og rnissir lífið fyrir. íslenzku
höfðingjarnir tveir — ókunnugt er um inn
þriðja — Oi*mur Snorrason og Jón Guttorms-
son, sýnast algerlega bregðast honum, þegar
til vopnaskipta kemur svo að hann stendur
uppi með fylgdarmenn sína, sem allir verjast,
eins og hann sjálfur, með ágætum. Jón Gutt-
ormsson og Ormur vinna sér til mikillar
ófremdar, eftir Snjólfsvísum að dæma, en
Smiður og fylgdarmenn hans verjast af mik-
illi hreysti og falla með sæmd að því leyti.
Það má ef til vill segja það íslenzku höfð-
ingjunum, Jóni og Ormi, til afbötunar, að þeir
hafi skjótt séð, að vörnin var vonlaus, og að
þeir hafi, þegar á reyndi, hikað við að berj-
ast með erlendum erindreka konungsvaldsins
við samlanda sína. Það er og ókunnugt, að
Ormur hafi átt nokkuð útistandandi við Norð-
lendinga.
Norðlenzku höfðingjarnir hafa ekki verið í
vafa um það, hvað þeirra biði, ef Smiður næði að
koma fram áformum sínum. í augum þeirra hef-
ur Smiður og fylgdarlið hans verið ofríkismenn
og ribbaldar, sem verði að ráða af dögum, því
að ella rnættu þeir jafnan eiga þá yfir höfði
sér. 1 varnaðarskyni og sjálfsagt í hefndar-