Saga - 1949, Blaðsíða 125
121
skyni eftir Áma Þórðarson vilja þeir hafa líf
Smiðs og Jóns Guttormssonar. En Norðlend-
ingar sýnast neyta sigursins hóflega. Þeir
fletta ina föllnu ekki vopnum né klæðum, að
minnsta kosti ekki að ráði, né taka hesta
þeirra, eins og ekki virðist hafa verið alveg
ótítt eftir slíka fundi. Og þeir virðast ekki
hafa meinað inum sigruðu mönnum að ráð-
stafa greftrun inna föllnu. Að minnsta kosti
fá þeir Smiður og Jón Guttormsson sæmilegt
kirkjuleg. Eftir víg Smiðs hefur verið létt
þungu fargi af norðlenzkum höfðingjum og
stórbændum. Eins og komið var, hafa þeir ekki
mátt um frjálst höfuð strjúka, meðan hann var
ofar moldu. Annað mál er það, hversu kirkju-
höfðingjanum á Hólum hefur fallið víg Smiðs.
Fara engar sögur af því, en auðsætt er, að
hann hefur misst sterkan liðsmann í deilum
sínum við presta og leikmenn í Eyjafirði.
Þegar frá er talið það hreystiorð, sem Smið-
ur fær í Snjólfsvísum, hefur hann fengið ófag-
urt eftirmæli hjá íslenzkum sagnamönnum.
Arngrímur lærði1) ríður þar á vaðið, eftir því
sem mér er kunnugt. Hann segir, að Smiður
hafi sakir harðræða (tyrannis) sinna og óhóf-
1) Crymogæa, III. bók, bls. 131. Orðrétt eru um-
mæli Arngríms á þessa leið: „Faber quidam nomine
Islandiæ præfectus constitutus, qui ob tyrann(idem)
et enormia flagitia sæpius designata incolarum animos
infestos sibi haberet, matronæ cujusdam impulsu, cum
Orundam, qui est pagus Eyfjordensis in boreali Is-
landiæ, venisset, orto tumulto, cæsus est cum aliquot
suis anno 1361. In eo tumultu Jonas Guttormi, cogno-
mine skráveifa, Islandiæ pemiciosus nomopliylax et
peruiciosi satropæ, Fabri illius, assecla, oceubuit".