Saga - 1949, Page 126
122
legra skammarverka, er hann hafi gert lýðum
ljós (enormia flagitia sæpius designata), gert
menn sér fjandsamlega, og bætir því við, að
hann, inn skaðsamlegi (perniciosus) hirðstjóri
og inn skaðsamlegi lögmaður Jón Guttormsson
skráveifa hafi fallið á Grund í Eyjafirði. Arn-
grímur skýrir það ekki nánar hver harðræði
þessi og skammarverk hafi verið, en hann
getur naumast átt við annað en víg Árna Þórð-
arsonar og háttsemi hans á Grund við Helgu
og þjónustukonur hennar, svo sem Arngrímur
hefur heyrt frá sagt.
Sira Jón Egilsson,1) sem hlýtur að eiga við
Smið, er hann segir frá atburðum, er gerzt
hafi á Grund í Eyjafirði og áður er vikið að,
segir, að umboðsmaður á Bessastöðum hafi
riðið norður í land og gert miklar óspektir
bæði í kvennalegorðum og fjárupptektum, þar
til er hann kom til Grundar. Þá hafi húsfreyj-
an á Grund boðið þrjú boð fyrir sig og sína,
en hann hafi engin viljað þiggja. Hefur þá
gengið sögn um kvengirnd Smiðs og ránsemi.
Sira Jón Halldórsson segir fyrst almennt,2)
að Smiður hafi verið „djarftækur til kvenna
og bráðlundaður". Hafi hann heimt um kvöld-
ið konu í sæng til sín á Grund. Þetta hefur
verið sögn á dögum sira Jóns, en annálar, sam-
tíða eða nokkurn veginn samtíða heimildir,
geta ekki slíks.
Finnur biskup3) kallar Smið mann órétt-
vísan og illan (improbus et nequam). Síðan
1) Safn. I. 39.
2) Safn. II. 629.
3) Hist. eccl. I. 427.