Saga - 1949, Page 133
129
Ættrakningar a. og c. munu vera alveg
áreiðanlegar, en b. kann að vera eitthvað vafa-
söm. Skiptir það reyndar ekki máli, því að
með öllu er víst. að Þorleifur og Ingvildur voi-u
í fjórmenningsfrændsemi. Þeim var því óheim-
ilt að eigast, samkvæmt Kristinrétti Árna bisk-
ups Þorlákssonar 27. kap., nema páfaleyfi
kæmi til.
Þetta leyfi hefur Þorleifur fengið, því að í
bréfi konungs frá 25. febr. 14771) er það vott-
að, að „vor helgasti faðir“ páfinn hafi leyfið
gefið, eins og bréf hans legáta sýni. En biskup
(Magnús Eyjólfsson) streyttist á móti og sýn-
ist ekki hafa talið leyfisbréf páfavaldsins
„mektugt“. Hefur sennilega haldið, að bréfið
kynni að vera falsað, enda var falsbréfagerð
tíð um þær mundir. Það varð þó samkomulag
þeirra biskups og Þorleifs, að biskup skyldi
leyfa hjúskapinn, ef Þorleifur fengi „orlof af
erkibiskupinum ellegar leyfi af Róm“.2) Síðan
fær Þorleifur leyfi erkibiskups til hjónabands,
og er þar vísað til páfabréfsins, enda segir í
bréfi erkibiskups, að þá séu „þau böm í öll-
um hlutum skilgetin reiknandi for og eftir
fomefnda dispenseran getin og aflað vorde“,
svo sem páfabréfið sýni. Þau Þorleifur og Ing-
vildur gerðu síðan hjúskap sinn með leyfi
Magnúsar biskups Eyjólfssonar og samkvæmt
landslögum og kirkjunnar.3) En véfengt var
síðar, að börn Þorleifs og Ingvildar, sem getin
væru í frillulífi og fjórmenningsmeinum, væru
1) ísl. fbrs. YI. 102—103.
2) ísl. fbrs. VI. 150—151.
3) ísl. fbrs. VII. 494.
Saga.9