Saga - 1949, Page 138
134
höfðingi að þeirra tíðar hætti. Hann vegur
mann síðla árs 1493 eða snemma árs 1494
og lofaði að greiða 30 hundruð í vígbætur bróð-
ur ins vegna, sem var mikils háttar maður.1)
Veitir sá maður Páli grið og tryggðir, og er
hann loks dæmdur „flytjandi og ferjandi“ á
konungs náðir.2) Á alþingi næsta sumar, 1. júlí
1494, er víglýsing Páls dæmd lögleg, og höfuðs-
maður gefur út honum til handa griðabréf þar
til er hann sé kominn á konungs náðir.3) Hefur
Páll farið utan eftir alþingi 1494 til þess að
afla sér landvistarleyfis konungs. Víst má telja,
að það leyfi hafi hann fengið, enda er til þess
skírskotað í alþingisdóminum 29. júní 1497
um víg Páls.4) I dómi þessum er og skírskotað
til verndarbréfs konungs til handa Páli og
„hústrú“ hans. Bendir þetta ótvírætt til þess,
að Páll hafi farið utan sumarið 1494 og því
dvalizt erlendis veturinn 1494—1495, og veit
hann þá ekki annað, en að Solveig kona hans,
1) Inn vegni hét BöSvar Loftsson og var bróðir
Guðlaugs Loftssonar lögréttumanns í Dalasýslu. —
Manngjöld í fornöld sýnast liafa verið talin 120 aurar
in bleika silfurs, og gera þau 24 hundruð (24 kýrverð).
Eftir Jónsbók Mannlielgi 1. kap. skyldu 12 dómkvaddir
menn meta nianngjöld hverju sinni, eftir manngildi ins
vegna og málavöxtum, og sýnast þau venju samkvæmt
liafa orðið 20 hundruð (20 kýrverð) eftir hvern óvald-
an, óknittalausan mann, en hækkuðu svo og lækkuðu
eftir atvikum hverju sinni. Manngjöld eftir Böðvar
Loftsson hafa því verið samin alllangt yfir meðallag.
2) ísl. fbrs. VII. 208—210.
3) ísl. fbrs. VII. 216—218.
4) ísl. fbrs. VII. 361—363.