Saga - 1949, Page 140
136
Ólafar Loftsdóttur og að auki það, sem börn
þeirra hafa við hann bætt. En Solveig naut
ekki lengi auðæfa þessara, því að dáin er hún
fyrir 28. marz 1495.Ó Má vera, að hún hafi
andazt í sótt þeirri, sem gekk yfir mestan
hluta lands árin 1494—1495 eða að tali ann-
arra 1495—1496 (,plágan síðari“), þótt Espó-
lín og Bogi Benediktsson segi Solveigu hafa
flúið með 18 manns norður til Auðkúlu undan
sóttinni, sem þó aldrei hafi komið að Skarði,
og komið síðan aftur að norðan með 4.1 2)
Jafnskjótt sem Björn Guðnason í Ögri, bróð-
ursonur Páls Jónssonar á Skarði og laundóttur-
sonur Bjamar ríka og því hálfsystursonur
Solveigar, frétti lát hennar, lýsti hann sig og
Ara bróður sinn lögarfa að öllum eignum Sol-
veigar, svo framarlega sem börn hennar með
Páli Jónssyni teldust ekki arfgeng eftir móður
sína.3) Björn Guðnason reynir með þessum
hætti að girða fyrir það, að börn Þorleifs
Björnssonar og Ingvildar Helgadóttur næðu
nokkru af því fé, sem faðir þeirra hafði eftir
sig látið. Með því að Páll Jónsson hefur þá
verið erlendis að sækja landsvistarleyfi sitt,
eins og áður var að vikið, þá hefur Björn
Guðnason ef til vill jafnframt hugsað sér að
varna því, að réttur sona Páls og Solveigar
Björnsdóttur yrði skertur af Birni Þorleifs-
syni eða öðrum börnum Þorleifs. En hvernig
sem þessu hefur verið varið, þá er hitt auð-
sætt, að Páll hélt arfi eftir Solveigu undir
1) ísl. fbrs. VII. 256.
2) Árbækur II. cleild, bls. 126, Sýslum.æfir II. 559.
3) ísl. fbrs. VII. 256—257.
i