Saga - 1949, Page 141
• 137
sonu sína eftir heimkomu sína. Hefur ekki
verið dælt að sækja arfinn í hendur hans.
Börn Þorleifs Björnssonar hafa að vísu ekki
mátt kalla til annars fjár en þess, sem Þor-
leifur lét eftir sig, en það var svo mikill auð-
ur, að margir hafa um minna deilt, því að
Þorleifur hafði verið stórauðugur maður. En
Páli Jónssyni auðnaðist ekki fremur en syst-
kinum Þorleifs Björnssonar að sitja lengi að
þessum auði fyrir hönd sona sinna, því að
árið eftir var hann veginn. Að vígi hans voru
þeir mágar Eiríkur Halldórsson á Álftanesi
og Björn Þorleifsson. Skal hér á eftir rætt um
aðdraganda vígs þessa.
II. Tildrög að vígi Páls.
Um tildrög að vígi Páls á Skarði hafa mynd-
azt sagnir, sem allar eru fjarri sanni. Fyrst
má geta þess, að dánarár hans hefur verið
alveg skaíckt ákveðið. Björn á Skarðsá hefur
sett það árið H98,1) og eftir honum hafa þeir
Jón Espólín og Bogi Benediktsson víst farið.2)
Útgefandi Sýslumannaæfa telur enn svo.3) En
það er með öllu áreiðanlegt, að Páll var veginn
fyrir 12. október 1U96, því að í dómi frá þess-
um degi, um erfðatilkall Ólafs Filippussonar
fyrir hönd sonar síns, Einars, og konu sinnar
Vigdísar Jónsdóttur, laungetinnar dóttur Sol-
veigar Björnsdóttur, er Páll berum orðum
1) Annales Isl. I. 75.
2) Árbækur II. deild, bls. 131, Sýslum.æfir I. 562.
3) Sýslum.æfir II. 560.