Saga - 1949, Page 144
140
Hvorugur veit með vissu, hvaðan „Akra-
Guðný“ hafi verið, en halda, að bónorðsförin
hafi verið farin til Möðruvalla.
Jón Espólín og Bogi segja báðir, að þeir
Eiríkur og Páll hafi beðið sömu konunnar,
sem nefnd hafi verið „Alcra-GuSný“, en þeir
tiltaka ekki staðinn, þar sem ráðahagsins hafi
verið leitað, nánara en svo, að kvonfangsins
hafi verið leitað „norður“. Báðir fylgja svo
frásögn sira Þórðar um hríð. Páll fær því
konuna, en Eiríkur spillir ölinu fyrir honum,
er hann flytur það „norður“ (Esp. ,,norðan“)
Sölvamannagötur. Espólín lætur Pál fá „Alcra-
Guðnýjar‘ áður en til ráðahags þeirra Sol-
veigar er stofnað, en Bogi segir (bls. 560), að
ritað sé, að Páll hafi leitað þessa kvonfangs
eftir dauða Solveigar, en líklegra þykir honum,
að ,,Guðný“ hafi verið síðari kona Páls og það
segir hann á öðrum stað (bls. 558), en síðar
(bls. 562) telur hann þó, að hún hafi verið
fyrri kona hans.
Sagnir um víg Páls á Skarði hafa sjálfsagt
verið orðnar 100 ára að minnsta kosti, er þær
voru skráðar. Björn á Skarðsá getur vígsins
aðeins lauslega og dóms um það við árið 1498,x)
en Gottskálksannáll minnist engra atburða það
ár. Virðist því líklegt, að sagnir þessar séu
ekki skráðar fyrr en á 17. öld. En þá eru þær
orðnar æði brenglaðar og ósamhljóða, enda
óákveðnar um sumt, eins og rakið hefur verið.
En ekki verður séð, að síðari tíma sagnamenn
vorir hafi látið sér til hugar koma, að rengja
þær að aðalefni til, að kvonarkeppni hafi verið
1) Annales Isl. I. 75.