Saga - 1949, Blaðsíða 145
141
undirrót fjandskapar þeirra Eiríks og Páls,
að kona sú, er þeir kepptu um, hafi verið
„Akra-Guðný“, og að Páll hafi ort níðkviðl-
inginn og skrifað hann á kirkjuþilið. Útgef-
andi Sýslumannaæfa t. d. virðist taka sér það
gefið, að arfsögnin greini þetta allt rétt, og
fer því að vonum að geta sér til, hver „Akra-
Guðný“ hafi verið.1)
Eins og sýnt hefur verið, er ýmislegt í arf-
sögnunum ósamhljóða í meginatriðum. Önnur
útgáfan lætur Eirík fá konunnar, en Pál
höggva niður ölföng hans. En hin lætur Pál
fá konunnar, en Eirík spilla ölföngum hans. Ef
Páll fékk konunnar, þá er það fremur ólíklegt,
að hann hefði farið að hefna sín á sigmðum
keppinaut með níðkviðlingi. Forfaðir Halldórs
ábóta Ormssonar á Helgafelli, föður Eiríks, á
samkvæmt Fitjaannál og Ættartölubók sira
Þórðar að hafa heitið Valeríanus, og er ætlað,
að „Valur“ vísunnar sé stytting úr því nafni.
Það eitt er kunnugt, sem þetta atriði kynni að
varða, er það, að Valeríanus nokkur Þórarins-
son kemur við bréf 1453,2) en hitt er með öllu
ókunnugt, hvort hann hefur verið nokkuð í ætt
við Eirík Halldórsson, enda er alls kostar óvíst,
að kviðlingurinn eigi við Valeríanus þenna.
Hann getur fólgið í sér dulnefni allt annars
manns, t. d. Hauks, Valgeirs o. s. frv., enda
ei’ það fullt svo líklegt. Vísan hefur sennilega
verið húsgangur alkunnur, sem arfsögnin hefur
svo tengt við þá Eirík og Pál, með því að eitt-
1) Sýslum.æfir II. 560, nmgr., 562, nmgr., 567, 2.
nmgr. V. 135.
2) ísl. fbrs. VI. 53.