Saga - 1949, Page 146
142
hvert efni þurfti hún að orsök til fjandskapar
Eiríks og Páls, er leiddi til vígs ins síðar-
nefnda.
Arfsögnin kryddar söguna með því, að Páll
hafi „skrifað“ níðkviðlinginn á „kirkjuþilið“.
Hún gerir að vonum ráð fyi’ir því, að „Akra-
Guðný“ hafi verið ríkra manna, og að kirkja
hafi að sjálfsögðu verið á bæ þeim, sem hún
og giftingarmaður hennar hafa verið á, hvort
sem sá bær var Möðruvellir í Eyjafirði eða
annar bær „héðar“. En hún verður offara, er
hún lætur Pál skrifa (þ. er líklega kríta) níðið
á kirkjuþil. Slíkt hefði verið fullkomin helgi-
spjöll (sacrilegium á kirkjunnar máli), og full-
komið bannsverk. Það hefði verið saurgun
,,með vondum verkum“ á kirkjunni, eins og
komizt er að orði í 13. kap. kristinréttar Árna
biskups. Það er því harla ólíklegt, eða öllu
heldur fráleitt, að Páll hefði notað þil sjálfrar
kirkjunnar til skráningar níðvísu. og enn ólík-
legra, að forráðamaður kirkjunnar hefði
stundu lengur látið níðið standa óafmáð fram-
an á kirkjuþili. Sögn þessi virðist því tvímæla-
laust vera hreinn tilbúningur seinni tíma
manna, sem ekki hafa gert sér ljósa helgi inna
katólsku kirkjuhúsa.
En þrátt fyrir ósamhljóðan arfsagnanna,
óákveðni og ólíkindi, er þó eftir kjami þeirra,
að Páll og Eiríkur hafi keppt um „Akra-
Guðnýju“. Er þá rétt að athuga betur þann
„kjarna“. Er þá tvennt til: Annað hvort hefur
kvonarkeppni þessi gerzt áður en Páll á Skarði
stofnaði til ráðahags við Solveigu Björnsdóttur
eða eftir það.
a. Eins og fyrr segir, láta báðar elztu heim-