Saga - 1949, Side 148
144
hags við Solveigu Björnsdóttur, ef hann hefði
áður átt Guðnýju Þorleifsdóttur. Hún er löngu
síðar gefin Grími lögmanni á Ökrum, en Páll
hefði ekki að lögum kirkjunnar mátt ganga að
eiga aðra konu, meðan hún væri á lífi. Og
aldrei hefði Páll getað fengið Solveigar, ef
hann hefði áður verið kvæntur bróðurdóttur
hennar. Þau hefðu þá verið rnægð í 1. og 2.
lið hliðarlínu.
Hins vegar má vel vera, að Guðný Þorleifs-
dóttir hafi síðar verið kölluð Akra-Guðný, því
að hún hefur fengið Akra eftir móður sína og
sennilega búið þar lengi.
Leit að þessari „Akra-Guðnýju“ arfsagnar-
innar mun verða algerlega árangurslaus. En
þar með er ekki sagt, að þeir Páll og Eiríkur
kynnu að hafa keppt um einhverja aðra ætt-
stóra og auðuga konu, sem enginn fær nú
vitað, hver hafi verið. Það er kunnugt, að Páll
átti son, sem Erlendur hét, og dóttur, sem
Guðrún hét, og var hún móðir Páls lögmanns
Vigfússonar Erlendssonar hirðstjóra.1) Er
þeirra ekki getið meðal barna Páls og Solveigar,
sem einungis áttu tvo sonu, Jón og Þorleif,
svo að kunnugt sé. Er þá tvennt til, að Páll
hafi átt börn þessi með fyrri konu sinni. sem
enginn veit þó neitt um, eða að þau séu laun-
getin. Þar fyrir mátti Guðrún fá gott gjaforð,
því að auðugir frændur hennar kunna að hafa
lagt henni fé til giftingar, eins og altítt var.
En þótt Páll kynni að hafa verið kvæntur
áður en hann bað Solveigar Björnsdóttur, þá
er ekki þar með sagt, að hann hafi keppt um
1) Sýslum.æfir II. 557.