Saga - 1949, Síða 150
146
lát Solveigar BjörnscLóttur, og að Guðný hafi
því verið síðari kona Páls. Eins og fyrr var
sagt, virðist Bogi Benediktsson hallast fremur
að því, að svo hafi verið, og útgefandi Sýslu-
mannaæfa staðhæfir það.1) En ekki getur
„Akra-Guðný“ þó verið dóttir Gríms lögmanns
Jónssonar á Ökrum, eins og Bogi getur til, því
að hann hefur alls ekki getað þá átt gjafvaxta
dóttur. Og ,,Akra-Guöný“ hefur ekki heldur
getað verið Guðný Þorleifsdóttir, af því að Páll
Jónsson hefði ekki mátt eiga hana sakir mág-
semda þeirra eftir andlát Solveigar Björns-
dóttur, konu eða að minnsta kosti barnamóður
sinnar og föðursystur hennar, enda er þá fullur
fjandskapur milli Páls og lögráðanda Guðnýjar
vegna erfðafjár eftir Þorleif Björnsson, og
Páll því ekki líklegur til að leita giftumála
þangað. En þá mætti vera, að þeir Eiríkur
hefðu keppt um aöra konu. Eins og fyrr getur,
hefur Páll á Skarði verið utanlands veturinn
1494—1495 og ef til vill allt til sumars 1496
og veginn er hann fyrir 12. október 1496.
Kvonarmál þeirra Eiríks hefðu þá átt að ger-
ast á tímanum frá því sumarið 1495 (^ða 1496)
til síðsumars eða haustsins 1496. enda mundi
nokkur tími hafa liðið frá því er Eiríki (eða
Páli, eftir annarri útgáfu arfsagnarinnar),
hefði verið veitt afsvar við bónorðinu. Líkur
sýnast ekki miklar til þess, að Páll hefði stað-
ið í kvonbænum á þessu tímabili, svo skjótt
eftir lát Solveigar konu sinnar, þó að vitan-
lega verði ekki fyrir það tekið.
1) Sýslum.æfir II. 558, nmgr., 560, nmgr., 562, 2.
n.ngr.