Saga - 1949, Page 152
148
ara þriggja barna Eiríks hlýtur að vera fætt
fyrir cmdlát Solveigar.
En þá er fyrir það girt, að hann hafi getað
keppt um konu við Pál á Skarði á tímabilinu
milli andláts Solveigar og vígs Páls, nema
Kristín hefði látizt um líkt leyti og Solveig.
Þeir Páll og Eiríkur hefðu þá verið ekkju-
menn samtímis. Og er þá rétt að athuga það
atriði.
Árið 1540 beiddist sira Þorleifur Eiríksson,
sonur Eiríks Halldórssonar og Kristínar Þor-
leifsdóttur, dóms um það, ,,hvort sú gjöf skyldi
lögleg vera eður eklci, sem Kristín Þorleifsdótt-
ir gaf Lofti Rögnvaldssyni me'ö samþykki sona
sinna“. Fyrir dóminn komu tvö bréf „með
hangandi innsiglum“. Annað þessara bréfa var
gjafabréf Einars Eiríkssonar, sonar þeirra
Eiríks og Kristínar, þar sem hann gefur móður
sinni tiltekna jörð (Ytra Hólm á Akranesi),
en hitt var gjafabréf Kristínar á jörð þessari
til Lofts þessa Rögnvaldssonar. Nú er það ljóst,
að öll börn þeirra Eiríks og Kristínar hafa
verið alveg kornung, svo sem 1—5 ára, þegar
Eiríkur féll í óbótamálið eftir víg Páls á
Skarði. Einar Eiríksson hefur því ekki getað
gefið móður sinni jörð, ef hún hefði dáið árin
1494—1496. Og hann hefur þá varla átt neitt
innsigli heldur. Einar hefur væntanlega hlotið
jörð þessa í erfð og hefur ráðstafað henni
löngu eftir lát föður síns til móður sinnar, eft-
ir að hann var orðinn fullráður fjár síns. Er
því alveg öruggt, að Kristín hefur lifað Eirík
langan tíma. Þeir Eiríkur og Páll hafa því
aldrei verið ekkjumenn samtímis. Þeir hafa