Saga - 1949, Side 153
149
því ekki getað keppt um sömu konuna eftir lát
Solveigar Björnsdóttur.
Öll arfsögnin, svo sem hún birtist í Ættar-
tölubók sira Þórðar í Hítardal og Fitjaannál,
um tildrögin að vígi Páls á Skarði, er einber
markleysa. Henni virðist þó hafa verið trúað
hingað til. Sannleikurinn er sá, að sögnum um
löngu liðna atburði, sem hvergi eru skjal-
festir í góðri heimild, má varlega trúa. Það
verður að leita til þeirra skjalfestu heimilda,
sem til kunna að vera, og athuga eftir föngum,
hvað leiða megi af þeim um það atriði eða
þau atriði. sem máli skipta. 0g jafnvel þótt
slíkar heimildir bresti, þá má einatt sýna
fram á markleysu arfsagnar, með því að hún
geymir ósjaldan atriði, sem algerlega eru
ósamkvæm þeim tíðaranda, lögum eða háttum,
sem tíðkast hafa á þeim tíma, sem máli skiptir.
En hver voru þá tildrög að vígi Páls á
Skarði?
Auðvitað er ekki fyrir það girt, að Páll hafi
móðgað Eirík með níðkviðlingi eða öðrum hætti
eða einhvern forföður hans, þó að það hafi
ekki getað staðið í sambandi við kvonarmál
þeirra. Og slík móðgun gæti hafa verið ein
ástæðan til þess að Eiríkur fór að Páli og vó
hann. Og hún kynni að hafa orðið í sambandi
við fjárkröfur Eiríks á hendur Páli, þeim
sem nú verður vikið að. En ekkert er um þetta
kunnugt annað en það, sem í inni marklausu
arfsögn segir.
Eins og áður er sagt, var, þegar hér er
komið sögu, auður Bjarnar ríka og Ólafar
Loftsdóttur saman kominn í hald Páls á Skarði