Saga - 1949, Page 154
150
eftir lát Solveigar konu hans Björnsdóttur. Þar
af var hluti Þorleifs Björnssonar í fyrsta lagi
arfur hans eftir föður sinn, síðan hálfur arfur
eftir Árna bróður sinn og enn arfur hans eftir
móður sína. Loks hefur Björn Þorleifsson
staðið til erfðar eftir sjálfa Solveigu Björns-
dóttur, samkvæmt Jónsbók Kvennagiftingum 7
(4. erfð), ef synir hennar og Páls reyndust
óskilgetnir. En ekki er þó víst, að Björn Þox*-
leifsson hafi þá enn krafizt arfs eftir Solveigu.
En allt um það var það stórfé, sem erfðakrafa
Bjarnar og systra hans varðaði, langmest í
fasteignum og þó stórfé í lausum aurum. Auð
Þorleifs Björnssonar má nokkurn veginn rekja
eftir skiptabréfum eftir foreldra hans, Björn
ríka og Ólöfu Loftsdóttur, og hvað hvert barna
þeirra fékk í sinn erfðahlut,1) Þegar saman
eru taldir arfar Þorleifs eftir foreldra sína og
arfahluti hans eftir Árna bróður sinn, þá mun
láta nærri, að erfðafé hans allt hafi numið ná-
lægt 3000 hundruðum, en skuldir voru þó dá-
litlar á fénu, en þó ekki svo miklar, að þær
raski þessari niðurstöðu. Sjálfsagt hefur Þor-
leifur nokkru aukið auð sinn, því að yfir-
gangsmaður sýnist hann hafa verið mikill, og
sýnist óhætt mega telja, að hann hafi eigi átt
undir 3000 hundruðum, er hann lézt (1486).
Börn Þorleifs og Ingvildar voru fimm á lífi,
Björn og fjórar systur hans.2) Auði þessum
1) ísl. fbrs. Y. 497—504, VI. 254—257.
2) Þorsteins sonar Þorleifs getur og (t. d. ísl. fbrs.
VII. 532—536), en hann er talinn „launsonur" Þorleifs
(Sýslum.æfir II. 548), og hefur því eigi verið talinn
koma til greina um erfð eftir hann.