Saga - 1949, Page 157
153
með í aðförinni.1) Bogi Benediktsson virðist
síðan fara eftir Espólín.2) Bogi gefur þó þá
skýringu á því, hvers vegna Björn hafi verið
í förinni, að illt hafi verið milli Bjarnar og
Páls, af því að Páll hafi haldið fé Þorleifs
Björnssonar. Bogi er hér á réttri leið, en hon-
um virðist ekki hafa komið það í hug, að
Eiríkur hafi verið að vígi Páls af sömu ástæðu.
Bogi virðist ekki hafa dregið nokkra ályktun
af því, að Eiríkur var tengdasonur Þorleifs
Björnssonar og námágur Bjarnar Þorleifsson-
ar. In fjarstæða arfsögn um kvonarkeppni
þeirra Páls og Eiríks er Boga sannleikur og
í huga hans nægileg hvöt Eiríki til vígsins.
Sagnritarar þessir hafa engir þekkt að efni
til dóminn um víg Páls frá 30. júní 1497.3)
Arfsögnin segir, að Páll hafi farið nauðsynja
erinda sinna á tólfæringi út á Snæfellsnes,
lent á Öndverðareyri í Eyrarsveit „keypt“ þar
hús, sem hann hafi hvílt 1, því að hann hafi
uggað umsát Eiríks. Bogi bætir því við, að
Páll hafi haft með sér 12 rnenn, og dregur
hann það líklega af því, að Páll er sagður
hafa verið á tólfæringi. Vegna ótta við árás
af hálfu Eiríks hefur Páll líklega gist í húsum,
en ekki slegið upp tjaldi, eins og höfðingjum
var títt, er þeir voru á ferðalagi. Sagnritar-
arnir segja einnig, að Páll hafi látið menn sína
lig'g'ja tygjaða frammi í skálanum hússins, en
lagzt sjálfur til hvíldar í húsi innar með skó-
sveini sínum. Eiríkur Halldórsson hafi frétt til
1) Árbækur II. deild, bls. 131.
2) Sýslum.æfir II. 562—563.
3) ísl. fbrs. VII. 358—364.