Saga - 1949, Blaðsíða 158
154
ferðar Páls á Helgafelli, og að hann hafi legið
þar fyrir „andviðri“, bætir Bogi Benediktsson
við, hvort sem það er ályktun hans eða hann
hefur haft það annars staðar að. Eiríkur er
svo sagður hafa safnað að sér mönnum, sextíu
að sögn sumra, en 18 að sögn annarra. Senni-
lega er mannfjöldinn einhvers staðar þar á
milli. Komið hafi þeir Eiríkur að Eyri á næt-
urþeli, sennilega sjóleiðis úr Hofstaðavogi og
fyrir Kolgrafafjörð. Brutu þeir upp skálann
á Eyri, og héldu hverir tveir hverjum einum
manna Páls, er í skálanum voru, en Eiríkur
og hinir manna hans sóttu að Páli. Hafi Ei-
ríkur þá fyrst farið upp á gluggann og spurt,
hvort skolli væri inni. Hafi Páll þá svarað:
Inni er hann og ekki hræddur.
Bíddu þess, aö hann er klæddur.
Ekki segir neitt um það, hve nær árs þetta
hafi verið, en það hefur, eins og fyrr var sagt,
sjálfsagt verið síðsumars eða haustið 1496
fyrir 12. október. Sögn er um það, að Páll hafi
verið vanur að hafa 24 sveina,1) en ókunnugt
er, hversu mannmargur hann var að þessu
sinni nema hvað Bogi segir hann hafa haft
12 menn, sem þó verður naumast mark á tekið.
Og auðvitað hafa menn Páls verið vopnum
búnir að hætti höfðingja um þær mundir. Þeir
Björn Þorleifsson og Eiríkur hafa vafalítið
haft njósnir um ferðir Páls, og má líklegt
vera, að þeir hafi verið á Helgafelli, enda hafa
þeir setið um líf Páls og einráðið að hafa líf
1) ísl. árt.skrár bls. 257.