Saga - 1949, Page 159
155
hans, þegar er færi gæfist. Og nú hefur þeim
þótt tiltækilegt að veita honum aðför, er hann
var staddur utan heimilis síns. Frásögn þessi
er sennilega rétt í aðalatriðum. Aðför þeirra
Bjarnar og Eiríks að Páli verður alveg með
sama hætti og aðfarir manna að óvinum sínum,
sem einatt getur á 13. öld, t. d. aðför Hrafns
Oddssonar og Sturlu Þórðarsonar að Þorgilsi
skarða í Stafholt 1252. þó að eigi leiddi hún
til vígs Þorgils.1) Og eigi sýnist vopnaþurð
manna meiri um 1500 en hún var á 13. öld.
1 dóminum um víg Páls segir ekkert um
undirbúning aðfararinnar, en þar er aðgerð-
um Eiríks og víginu lýst allnákvæmlega eftir
svarinni sögn sjónar og heyrnarvotta. Ber þar
vitni sá maður, er verið hafi í litlustofunni
hjá Páli. Litlastofan er þá svefnhús það, sem
Páll var í, og maður þessi er sá skósveinn Páls,
sem sögnin segir hafa verið þar hjá honum.
í dóminum segir, að Eiríkur hafi komið „upp
á“ Pál um nótt með flokk manna, þá er hann
lá „í sinni sæng“ og hafi Eiríkur og menn
hans verið altygjaðir og með brugðnum vopn-
um. Dómurinn greinir engin orðaskipti þá milli
Eiríks og Páls, er þeir máttu fyrst mælast við.
Segir því næst, að Eiríkur hafi brotið upp
litlustofuna og fylgjarar hans, en sumir þeirra
hafi farið út að rjúfa hana og bera þar inn
grjót á Pál. Hafa beir rofið húsþakið og kastað
þar inn grjóti. Um þakrof og grjótkast segir
arfsögnin ekkert. í dóminum segir, að Páll hafi
hlaupið upp nakinn, gripið sverð sitt og varizt.
Arfsögnin segir, að skósveinn Páls hafi getað
1) Sturl. II. 129 o. s. frv. (Rvík 1946).