Saga - 1949, Side 161
157
hvort hann „hefði nokkuð fengið“, en sveinn
Páls svaraði, að hann hefði „fengið, sem dygði“.
Hafi Eiríkur þá beðið Pál að standa upp og
verja sig, en Páll hafi svarað, að vörn sín
væri farin að sinni. Hafi Eiríkur þá stungið
Pál tvo stingi, og hafi annar verið banasár
hans. Arfsögnin, sem eigi greinir þessi atriði,
segir prest hafa verið sendan inn til Páls til
þess að veita honum síðustu þjónustu, er hann
var fallinn á gólfið, ef hann vildi, áður en
hann dæi, og hafi prestur spurt Pál, hvort
honum mundi vera líft. Hafi Páll svarað svo
í trúnaði, að líft mundi vera, ef skjótt væri um
bundið. Hafi prestur síðan sagt þeim Eiríki,
að betur mætti ganga frá Páli, ef þeir vildu
ekki eiga hann yfir höfði sér. Hafi „þeir“ þá
farið inn og aflífað Pál. Eftir dóminum er
Eiríkur tvímælalaust banamaður Páls og eng-
inn annar, enda lýsti hann víginu á hendur
sér. Skal það ósagt látið, hvort prestssaga
þessi sé sönn eða ekki, enda skiptir það ekki
miklu máli.
Sagan af vígi Páls er í stuttu máli þannig:
Páll er kominn að Öndverðareyri og er þar
nætursakir. Hann lætur menn liggja í skála,
en gengur í rekkju í litlustofu innar af skál-
anum með einum sveina sinna. Þeir Eiríkur
og Björn Þorleifsson koma þangað um nótt
með fiokk vopnaðra manna, brjóta upp skál-
ann og halda mönnum Páls. Þeir Eiríkur fá
ekki sótt Pál um stofudyrnar að sinni, en taka
þá það ráð að rjúfa stofuþakið og sækja hann
með grjóti. Þá kemst Eiríkur inn í stofuna
og leggur Pál í kviðinn. Páll fellur þá af sár-
um og mæði. Eiríkur gengur þá frá um stund,