Saga - 1949, Blaðsíða 162
158
en kemur síðan inn í stofuna af nýju og býður
Páli enn að verjast. Pál er öll vörn þrotin, en
Eiríkur stingur hann tvo stingi enn og verður
banamaður hans.
Frásögnin um víg Páls sýnir það, að hann
hefur verið in mesta kempa til vopna sinna.
Og það er ekki fyrr en hann verður sóttur að
utan með grjóthríð, að hann gefur upp vörn-
ina. Þá fellur hann af mæði og kviðarsári því,
sem hann var særður, og lýsir sig „fanginn“,
sennilega í því skyni, að um grið honum til
handa verði rætt, en þeim Eiríki hefur annað
verið í hug en að gefa honum grið. Svo er þeim
þætti lokið.
IV. Eftirmál eftir víg Páls á Skarði.
Eftirmálsmenn eftir víg Páls hafa verið
bræður hans, Guðni og Ormur Jónssynir, enda
segir í dóminum, að þeir hafi kært Eirík Hall-
dórsson að hann hefði ófyrirsynju í hel slegið
Pál heitinn Jónsson, bróður þeirra, með fullum
níðingsskap“. Hafa þeir gengið fast eftir mál-
inu. Krafa þeirra bræðra laut að því, hversu
háar bætur (manngjöld) Eiríkur skyldi greiða
eftir Pál.
í annan stað krafði hirðstjóri (Pétur Klaus-
son) dóms um það, „hverra svara eða sekta
Eiríkur yrði þar fyrir skyldugur upp á kong-
dómsins vegna“. Fyrir víg almennt skyldi
gjalda konungi þegngildi, 18 merkur, eða 5,2
hundruð, en auk þess varð vegandi að fá lands-
vistarleyfi hjá konungi, og var þá, nema níð-
ingsverk væri, dæmdur ferjandi á konungs