Saga - 1949, Side 164
160
Og þess vegna dæmdu dómendur Pál hafa ver-
ið saklausan veginn af Eiríki Halldórssyni.
Ef Páll hefði ort níð það, er arfsögnin lætur
hann hafa kveðið um náfrænda Eiríks, þá er
líklegt, að það hefði komið fram hér Eiríki
til .máísbóta.
Þá var næst að ákveða manngjöld eftir Pál.
Almennt sýnast manngjöld eftir hvern með-
al mann hafa verið ákveðin 20 hundruð um
þessar mundir. En Páll Jónsson var ekki í þeim
flokki manna. Hann hafði haft sýslur og hann
var maður ættstór. En auk þess hafði hann
fengið landsvistarleyfi og verndarbréf konungs,
svo sem í dóminum segir. f Jónsbók Mannhelgi
2. kap. er það talið óbótamál, ef maður drepur
þann rnann, sem hefur bréf og innsigli kon-
ungs fyrir sér til landsvistar eða rannsaks. Fyr-
ir því eru 60 hundruð, eða þrenn manngjöld,
dæmd fyrir víg Páls. Sira Þórður og Fitja-
annáll, og eftir þeim Espólín og Bogi Bene-
diktsson, segja, að lítið hafi skort á „tvenna
tíu tygi hundraöa“, eða nær 200 hundruð. Er
þetta fullkomin sönnun þess, að þessir sagna-
menn hafa ekki þekkt sjálfan dóminn í vígs-
málinu, og jafnframt einn vottur þess, hvernig
tölur ýkjast í munnmælum. Manngjöldin skyldi
lúka í þrennum sölum (afborgunum). Allar
greiðslur skyldi færa heima að Skarði á Skarðs-
strönd, heimili þeirra Orms og Guðna.
In fyrstu 20 hundruð skyldi inna af hendi
innan mánaðar. Mátti þar upp í gjalda þarf-
lega peninga yfirleitt. Þessi greiðsla hefur átt
að fara fram síðast í júlímánuði, og er verð
lagt á nokkrar þær vörur, sem gjalda megi. 12
stikur ensks ldæðis, 3 tunnur malts, 2 voðir