Saga - 1949, Page 165
161
vaðmáls (eitt handrit af dóminum hefur 48
álnir) og 3 aurar ósmíðaðs silfur (eyrir silfurs
nál. 2 lóðum að þyngd = 2 ríkisdalir in specie)
skyldu jafngilda hundraði. Svo virðist sem
miðað sé við það, að þá verði kauptíðin af-
staðin, svo að hentugt sé að greiða í nokkurum
kaupmannsvörum (klæði, malt). En gjalda
mátti og í öðrum verðmætum, sem þá átti að
meta í samræmi við ákvarðanir á þeim, sem
sérstaklega voru nefnd.
Önnur söl skyldu fara fram að næstkomandi
Mikjálsmessu (29. september). Þá skyldu 4
sauðir gamlir, þrevett naut og 12 fjórðungar
smjörs jafngilda hvert einu hundraði, en önn-
ur verðmæti metin í samræmi þar við. Þessar
greiðslur sýnast miðaðar við það, að þá eru
sumarafurðir bús fengnar, og því eðlilegt og
auðvelt að greiða í þeim verðaurum.
Þriðju söl skyldu gjaldast í næstu fardögum
(vorið 1498). Skyldi þá gjalda málnytukúgildi
(kúgildisfærar kýr og ær). Ef allt var goldið
í ám (loðnum og lemdum eða með lambi, ef
þær voru bornar), þá hefði þurft 120 ær í
gjaldið, og ef goldið var í kúm, þá hefði þurft
20 kýr. Ekki er þó ljóst, hvort kýr (eða ær)'
hafa átt að jafngilda hundraði, eða hvort
leggja skyldi við kúgildið, ef það var þá ekki
almennt virði hundraðs á landsvísu. Sjálfsagt
hefðu þeir bræður ekki neitað að taka jarðir
upp í gjaldið, þó að jarða sé ekki getið, því
að jafnan seildust auðmenn eftir jörðum fram-
ar flestum lausafjármunum.
Þorleifur Ormsson er að lokum skyldaður til
þess að taka alla þessa peninga af fé Eiríks,
°g allar aðrar löglegar skuldir.
Saga.11