Saga - 1949, Blaðsíða 168
164
ar, dáið þar og verið þar grafinn, enda kemur
hann ekki við sögu hér eftir að dómur var
kveðinn upp um víg Páls á Skarði.
Eins og áður var sagt, hafði Eiríkur Hall-
dórsson flokk manna, sem með honum voru að
vígi Páls á Skarði. Eiríkur er talinn fyrirliði
aðfararinnar og banamaður Páls, og var því
einsætt, að eftirmálin beindust fyrst og fremst
að honum. Fyrirmæli Jónsbókar um hlutdeild
manna í brotum annarra manna eru mjög
ófullkomin. Þar er einungis vikið að slíkri hlut-
deild um fáein brot, en engin almenn regla
þar um sett. Sá, er t. d. hélt manni undir
meiðingar. Mannh. 2. kap., laust mann ásamt
öðrum manni, Mannh. 9. kap., eða orti níð
ásamt öðrum manni um þriðja rnann, Mannh.
26, skyldi sæta refsingu svo sem hann væri
aðalmaður. En þótt ákvæði laga væru svo
slitrótt, þá hefur réttarvitund manna — og
hefndarkennd, má víst segja — alls eigi sætt
sig við það, að fulltingsmenn aðalmanns í broti
slyppi við ábyrgð gerða sinna, enda eru mörg
dæmi þess, að hlutdeildarmenn væru sóttir til
saka, þar sem stórbrot voru framin. Svo var
og um fulltingsmenn Eiríks Halldórssonar. Þeir
eru látnir svara til saka bæði gagnvart eftir-
málsmönnum eftir vígiö, þeim bræðrum Páls,
Guðna og Ormi Jónssonum, og gagnvart kon-
ungsvaldinu.
Á alþingi 30. júní 1598 nefnir Finnbogi lög-
maður Jónsson tylftardóm um mál fylgjara
Eiríks Halldórssonar.1) Má af dómi þessum
sjá, að þeir Guðni og Ormur hafa látið dóm
1) ísl. fbrs. VII. 388—391.