Saga - 1949, Page 169
165
ganga í héraði um menn þessa, en þar hafa dóm-
endur dæmt málið undir dómnefnd lögmanns á
alþingi. Þeir hafa sjálfsagt ekki talið sig geta
yfir það tekið, sem vel mátti til sanns vegar
færa. þar sem ákvæði laga voru svo ófull-
komin um málefni. Fylgjarar Eiríks eru dæmd-
ir réttilega fyrir kallaðir, og skyldi því ganga
dómur þar á þinginu um mál þeirra. Athyglis-
vert er það, að hér þykir mál ekki svo mikið,
að nefna skyldi meira en tylft manna í dóm
og einungis lögmaður norðan og vestan nefnir
dóminn, enda eru einungis lögréttumenn norð-
an og vestan nefndir í hann.
Um sök þessara manna við konungsvaldið
var fyrst dæmt. Skyldu þeir hver um sig sekur
10 mörkum, hvort sem þeir hefðu mikið eða
lítið að gert. Það var nægilegt, að þeir voru
með í förinni. Sektin nam 3 mörkum minna
en venjulegt þegngildi til konungs, en 4 hundr-
uðum nam hún. En málum þeirra gagnvart
konungsvaldinu var ekki þar með lokið. Þeir
eru að vísu ekki dæmdir óhelgir og rétt fang-
aðir, eins og Eiríkur, en dæmdir voru þeir
skyldir til að fara utan eða fá mann fyrir
sig til þess að sækja landsvistarleyfi innan
þriggja ára. Þetta ákvæði dómsins er í fullu
samræmi við alþingissamþykkt eina, sem er
úr lögmannatíð Snorra lögmanns Narfasonar
og Guttorms lögmanns Bjarnasonar og talin
er frá 1308, að því undanteknu, að í alþingis-
samþykktinni segir, að sjálfur skyldi brota-
maður fara utan til þess að afla sér landvistar-
leyfis.1) Ef atvistarmenn að vígi Páls hefðu
1) ísl. fbrs. IY. 8—9.