Saga - 1949, Page 170
166
ekki efnt þetta, þá voru þeir dæmdir útlægir til
konungs náða. Þeim var frjálst að vera hér í
landi þessi þrjú ár, ef þeir hafa „endilega"
beðið um landsvist sína. Þessi þrjú ár skyldu
þeir og almennt njóta þegnréttinda sinna hér
í landi, en ,,giftumál“ skyldu þeir engin mega
gera, fyrr en þeir hefðu fengið landsvist, svo
sem í einni afskrift dómsins segir. .
Þá kváðu dómendur á um gjald fylgjara
Eiríks til eftirmálsmanna, Guðna og Orms. Var
þeim skipt í þrjá flokka, eftir því, hversu
hver hefði að gert. Það var ekki sýnt fyrir
dóminum, hversu hver einstakur var sekur,
en það skyldi hver þeirra sanna með séttar-
eiði fyrir sýslumanni í Þórnessþingi innan hálfs
mánaðar særra daga eftir tilsögn Oi-ms og
Guðna, og að þeim viðstöddum, ef þeir vildu.
Skyldi valdsmaður nefna sex menn. Átti eið-
vinnandi að hafa þrjá þeirra, en þremur hefur
hann átt að ryðja. Tvo meðsærismenn átti
hann að fá sér sjálfur (fangavotta), en vera
sjálfur inn sjötti. Meðsærismenn áttu að sverja
hyggju sína um það, hvort eiðvinnandi gæti
með góðri samvizku unnið eiðinn. Ef þeir, einn
eða fleiri, töldu hann ekki geta það, þá var
hann fallinn á eiðnum. í þessu máli merkti
það það, að sá, sem féll á eiðnum. skyldi koma
í þann flokk atvistarmanna, sem eftirmáls-
mennirnir töldu hann vera í, svo sem skilja
verður ákvæði dómsins.
Flokkarnir voru þessir.
1. f fyrsta flokk skyldu þeir koma, er sann-
ir yrðu að því að hafa sótt að Páli á Skarði
eða að þeirri litlu stofu, sem hann lá í, innan
eða utan, rofið hana eða brotið, grýtt eða nokk-