Saga - 1949, Blaðsíða 171
167
urt lið þar til veitt. Hver slíkra manna skyldi
gjalda 15 hundruð. Skortir þar 5 hundriið á
venjuleg manngjöld.
2. 1 annan flokk komu þeir, sem í skálann
eða staðinn gengu með vopnum „eða nokkuð
gerðu að“. Hér er sjálfsagt átt við þá, er ekki
gerðu meira að, en auðvitað ekki þá, er tekið
hafa þátt í innrás í litlustofuna eða annað
meira og í fyrsta flokk komu. Hver þessara
manna skyldi gjalda 12 hundruð, eða 10 hundr-
uð, svo sem í einni afskrift dómsins stendur.
Vafalaust eru 10 hundruð rétta fjárhæðin, en
17 hundruð, sem í annarri afskrift stendur,
nær engri átt, því að þeir, sem minna voru sek-
ir, hafa auðvitað ekki verið dæmdir til að
greiða hærra gjald en þeir. sem meira voru
sekir.
3. 1 þriðja flokk komu loks þeir, er það
eitt hefðu gert að ríða til og frá með Eiríki,
og skyldi hver þeirra gjalda 5 hundruð.
Séttareiður sá, er áður var getið, hefur ein-
ungis getað komið þeim að haldi, sem í annan
eða þriðja flokk koma að ætlan eftirmáls-
manna, og þeim, er með öllu kunna að hafa
synjað fyrir fylgd sína með Eiríki.
Gjöld þessi skyldi greiða í þrennum sölum,
á sama stað og sama tíma sem vígsbætur þær,
sem Eiríki var dæmt að gjalda (þ. e. rnánuð
eftir eiðana, á næstu Mikjál&messu þar frá og
í næstu fardögum, eftir því sem við varð
komið). Svo skyldu gjöld þessi og greidd í
verðaurum.
Sira Þórður og Fitjaannáll, og eftir þeim
Espólín og Bogi Benediktsson segja allrangt
frá efni þessa dóms. Þöir segja, að eiður Eyr-