Saga - 1949, Síða 172
168
armanna hafi lotið að því, að þeir hefðu ekki
til Eyrar farið með þeim hug að drepa Pál eða
meiða. Þeir, sem eigi gætu komið þeim eiði
fram, skyldu gjalda 10 hundruð, en hinir 5
hundruð. En eiðurinn beindist alls ekki að
þessu, heldur því, hvað hver hefði að gert. Og
flokkarnir voru þrír, en ekki tveir. Virðast
þessir sagnaritarar ekki heldur hafa notað
þenna dóm.
í niðurlagi dómsins er gert ráð fyrir því,
að einhverir fylgjara Eiríks Halldórssonar hafi
gert sátt við Guðna og Orm um fégjald fyrir
atvist sína að vígi Páls. Er sú sátt dæmd lög-
leg. En að sjálfsögðu skipti hún engu máli
um sök þeirra manna við konungsvaldið. Þeir
lúta ákvæðum dómsins um 10 .marka gjald til
konungs, sem hinir, og ákvæðum dómsins um
landsvist og þegnréttindi, meðan þeir hafa
eigi fengið landsvist.
Um einn þessara manna, Pál nokkurn Arons-
son, er kunnugt. Hinn 10. sept. 1497 gerir
hann þá sátt við Orm Jónsson að gjalda hon-
um eða Guðna Jónssyni 20 hundruð fyrir þá
„reið [og] styrk, er hann veitti í tilför og
gerningi", þá er Páll Jónsson var veginn. Gern-
ingur þessi fór fram í Hóladómkirkju, og má
af því ráða, að Páll hefur komizt norður til
Hóla og hefur hann komizt í dómkirkjuna og
notið þannig kirkjuhelginnar. Fjárhæðin, sem
Páll undirgengst að greiða, sýnir það, að hann
hefur verið borinn þungum sökum. Hefur Páll
þessi sennilega beinlínis sótt að Páli á Skarði
með Eiríki og hefur ef til vill borið vopn á
Pál og sært hann því sári, sem sagnritararnir
þeir sira Þórður, Fitjaannáll, Espólín og Bogi