Saga - 1949, Page 175
171
U.m greiðslur Björns Þorleifssonar á þeim 5
hundruðum, sem hann átti að gjalda, eru til
þrjú vottorð, öll frá 15. júní 1508.1) Fyrstu
greiðsluna innti Björn af hendi tveimur árum
áður en hann sigldi til þess að afla sér lands-
vistarleyfis, og hefur greiðslan því farið fram
1502. Voru það tvö málnytukúgildi. Næsta ár
voru goldnir tveir „hundraðs hestar“ (hundrað
metinn hvor), og loks 6 vættir skreiðar í
fimmta hundraðið sama árið sem Björn sigldi
(1504). Björn hefur greitt heldur seinlega,
því að eftir dóminum hefði þessum greiðslum
sennilega átt að vera lokið 1499 eða í síðasta
lagi 1500, því að líklegt er, að þeir Guðni og
Ormur hafi ekki lengi dregið að ganga úr
skugga um aðgerðir Bjarnar á Öndverðareyri,
er Páll var veginn.
Um greiðslur annarra Eyrarmanna en Bjarn-
ar og Páls Aronssonar er ókunnugt. Þeir hafa
sjálfsagt orðið að greiða gjald samkvæmt dóm-
inum. því að greiðslurnar hafa verið lands-
vistarskilyrði.
Þá er loks athugandi um utanför Eyrar-
nianna og landsvistarleyfi. Um Eirík Halldórs-
son er áður talað. Öðrum Eyrarmönnum var,
eins og áður segir, veittur þriggja ára frestur
til þess að afla sér landsvistarleyfis. Ef frest-
urinn var ekki notaður, þá skyldu þeir, sem
ekki höfðu gert það. vera eins og áður segir,
„útlægir til kongs náða“. Þetta merkti það, að
þá væru þeir rétt fangaðir, nema þeir kæmust
á griðastaði (kirkjur eða klaustur). Þaðan
áttu þeir svo auðvitað að leita utanfarar. Mis-
1) ísl. fbrs. VIII. 212—214.