Saga - 1949, Side 176
172
brestur sýnist hafa verið á þessu stundum.
Bannað var að hýsa útlæga menn, Jónsbók
Mannhelgi 6. kap., og var það bann áréttað í
löngu réttarbót 26. nóv. 1450, 11. gr.,1) og í
12. gr. var valdsmönnum harðlega bannað að
leyfa það, að útlægir menn gengi sem frjálsir
menn um landið, enda skyldu þeir halda sig
stöðugt á kirkju, þar til er þeir séu skipráðnir
til Noregs. Lögmenn, þeir Finnbogi Jónsson og
Þorvarður Erlendsson, minna á þessi fyrirmæli
löngu réttarbótar og ítreka það, að hver mað-
ur, sem manni verði að skaða, skuli utan fara
sem fyrst hann má, eftir lögmanns ráði, enda
skuli enginn valdsmaður nokkrum útlægum
manni „dag gefa“ (þ. e. veita grið) framar
en réttarbótin segi, og engan mann dæma
ferjandi af landi, utan náveru lögmanna og
eftir því, sem lögbók segi.2) Þessi áminning
lögmanna er sennilega frá aldamótunum 1500
eða rétt eftir þau. Það er sennilegt, að ýmsir
af atvistarmönnum að vígi Páls á Skarði, fleiri
en Björn Þorleifsson, hafi ekki verið utan
farnir eða gert gangskör af öflun landsvistar-
leyfis á réttum tíma. Þeir hafa átt að gera
þetta í síðasta lagi sumarið 1501, því að þá
voru liðin þrjú ár frá uppkvaðningu dómsins
30. júní 1498. Hafa þeir sennilega gengið um
sveit sína sem frjálsir menn. sumir hverir.
Og því mætti geta þess til, að lögmenn hafi þá
talið hlýða að rninna menn á ákvæði Jónsbókar
og löngu réttarbótar um útlæga menn.
1) ísl. fbrs. Y. 66.
2) ísl. fbrs. VII. 443-444.