Saga - 1962, Blaðsíða 9
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
349
hafi þeir engan forgangsrétt haft til heysins. Ákvæðið um
„fullar vörzlur" á því, að andvirði yrði greitt, skorti í
Landslög, en var frumskilyrði þess, að Alþingi gæti sam-
þykkt þetta. Önnur breyting íslenzka lagaritarans til að
draga úr þeim ránskaparbrag, sem konungsumboðsmanni
bar samkvæmt Landslögum að hafa á framkvæmd sinni,
er brottfelling ákvæðis um að brjóta upp hús eða hirzlur,
sem haldið er lokuðum fyrir honum. Virðist eiganda ekki
vera bannað í Jónsbók að verjast heytökunni, ef hann
bregður eigi fyrir sig oddi og egg til þess og geldur síðar,
eftir dómi, sem gat dregizt, tiltölulega væga sekt.
1 stað norska ákvæðisins um áætlaðan kornforða í þarf-
ir eiganda á vori og sumri kemur íslenzka ákvæðið um
hrossagjöf til sumars, sauðfjár og geita til fardaga, mjólk-
urkúa til þings (Alþingis). Miðað er við þau tímamörk,
sem lagaritarinn hefur talið nægja fénaði á hörðu vori í
hinum kaldari hlutum landsins.1)
Nú víkur sögu til Alþingis 1281. Síðan Jón lögmaður
Einarsson kom út með lögbókina haustið fyrir og tók að
vinna að samþykkt hennar, vöktu allmargir kapítular
sterkan mótblástur annaðhvort hjá leikum eða lærðum.
Ein var sú grein, sem allir flokkar mæltu gegn og að sýn-
ist vikið í sögu Árna biskups í rollum bænda (og handgeng-
Rina?) tveim, og er þar sérlega hin harða beiting konungs-
valdsins talin bein óhæfa að áliti biskups: — „það, ef
nokJcur þarf hey að kaupa, og ver eigandi oddi og eggju,
°9 skuli hann ógildur, hvort sem hann fær sár eða aðrar
nkomur, og engi miskunn á mælt fyrr en hann er áður
dvepinn.“
í annarri rollu bænda var það samkvæði þeirra m. a.,
að hver vill ráða heyjum sínum og annarri eign, en í hinni
rollunni telur Árnasaga almennar og fastar vera kveðið að
1) Man ég vorin 1910, 1916 og 1918, að þá flettu þingeyskir
ændur enn upp Jónsbók sinni og töldu þessi ákvæði í 12. kap. vera
enn í gildi og fara nærri sanni.