Saga - 1962, Blaðsíða 166
502
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
tilviljun ein gæti það verið, að Sturla lögmaður á Magnúss-
kirkju, og þarf hún ein ekki að ráða því, að hann eigi að
hafa gengið frá textanum eins og hann þekkist nú. Þessu
kann að vera háttað á allt annan veg.
Hitt er þó sýnilegt, að dýrkun Eyjajarls er hingað kom-
in vegna hins nána sambands við Orkneyjar á 12. öld, þar
sem um verzlun og siglingar og jafnvel útflutning manna
héðan til eyjanna er að ræða. Gæti síðastnefnda atriðið
borið vitni um fólksfjölgun hér og er þó ekki einhlítt. Tvær
elztu Magnússkirkjurnar eru á hafnarstöðum; í Húsavík,
sem fremur litlar sögur fara af, og í Dagverðarnesi.
Þótt Magnús Eyjajarl yrði hér vinsæll dýrlingur norðan-
lands og vestan, hefur hann ekki sett spor í þjóðtrú og því-
umlíku. Að vísu hefur vögguljóð eitt varðveitzt, og virðist
elzt heimild um það kirkjusaga Finns, þar sem segir:
Þig svæfi guð og guðs móðir,
tíu englar og tólf postular,
Tómas hinn trausti og tveir aðrir,
Magnús og Marteinn;
þig svæfi drottinn.
(Hist. eccl. Isl. II 381, sbr.
Þj óðsögur J óns Árnasonar.)
Því miður virðist ekki vitað, hvaðan Finni biskupi hef-
ur komið þetta ljóð.
Hitt er staðreynd, að eini Magnússöngur frá Islandi er
kominn frá Skarði á Skarðsströnd og er frá f. hl. 15. ald-
ar, AM. 670 f 4to; Magnússdiktur er á ungri skinnbók, er
Árni Magnússon fékk hjá Halldóri Bjarnasyni í önundar-
firði. Síra Magnús ólafsson í Laufási hafði heillega skinn-
bók undir höndum 1632 með texta Orkneyingasögu á, 1
nokkru frábrugðinn texta Flateyjarbókar, sem og er tengd
Norður- og Vesturlandi. Magnúss saga in lengri varðveitt-
ist í norðlenzkri gerð í skinnbók, sem kom frá Bæ á Rauða-
sandi. AM. 325 III a 4to kom 1725 frá síra Snorra Jóns-