Saga - 1962, Blaðsíða 65
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 405
Þetta kemur heim við það, að 25. júlí s. á. er dagsett í Hval-
firði sálugjafarbréf Björns. Slík bréf munu þeir menn
hafa gert að jafnaði, áður en þeir lögðu í utanlandsferðir,
sem eignir miklar áttu og í mun var, að ráðstafað yrði
eftir föstum reglum að nokkru leyti eftir sinn dag. Líklegt
er, að Björn hafi einmitt verið á leið utan, þegar hann var
í Hvalfirði.
Á þessu ári hefur það gerzt, að þau giftust Kristín dótt-
ir Björns, sem missti Jón fyrra mann sinn 1403, og Þor-
leifur Árnason. Þau Kristín og Jón eru sögð hafa búið í
Hvammi, eflaust í Hvammssveit. Björn hefur þó ekki get-
að beðið brúðkaupsins, með því að svo segir í nefndum
annáli: „Brúðkaup Þorleifs Árnasonar og KristínarBjörns-
dóttur í Viðey. Gert með miklum kostnaði. Stóð fyrir veizl-
unni Vigfús bóndi ívarsson, hirðstjóri yfir allt ísland.“
Enn fremur: „Obitus domini Vilchins episcopi Skalholt-
ensis, reverende memorie. Liggur hann í Björgvin. Gerði
hans útferð Björn bóndi Einarsson sem bezt hann kunni
• • .“ x) Virðist mega ráða af þessu, að Björn hafi verið
kominn út til Noregs, þegar brúðkaupið stóð, og að hann
hafi verið í Björgvin, þegar Vilchin biskup lézt.
Sama dag, sem Björn gaf út sálugjafarbréfið, votta
Uokkrir menn það í Hvalfirði, að vorið eftir páska árið
1404, á Víðimýri í Skagafirði, keypti Björn Einarsson af
Benedikt Brynjólfssyni ísfirzku jarðirnar „Kirkjuból í
Langadal, Bakka og annan, Brekku og annan Bakka, Lága-
hal, Nauteyri, Hafnardal, Unaðsdal og Sandeyri“ fyrir
Hól, Rafnsstaði og Garðshorn í Fúlukinn auk lausafjár.* 2)
Björn hefur þá líklega verið kominn hingað til lands
begar árið 1403.
Árið 1406 er það, sem Björn fer í Jórsalaferð sína ásamt
konu sinni, eftir því sem Lögmannsannáll segir: „Þetta ár
fór Björn bóndi Einarsson af landi burt og hans hústrú
!) G- Storm: Isl. Ann., 287.
2) D. I. III, 704-705.