Saga - 1962, Blaðsíða 165
SCT. MAGNUS ORCADENSIS COMES
501
an það. Sturla Þórðarson hefur haft kunnugleika á,
hvernig umhorfs var þá í Magnússkirkju, og e. t. v. séð
sjálfur.
I DIIV 2 og 4 er skýrt frá því, að Sturla Þórðarson hafi
átt Dagverðarnes. Það er rétt, að landamerkjaskráin
Dl IV 2 er mjög forn, sem og sést af áreiðarbréfinu 12. 11.
1535, DI IX 750—1. Tímasetning skrárinnar virðist vera
mJög sennileg. Næsta skjal í afskrift Magnúsar Einars-
sonar á Jörva í Haukadal um 1730—40 er ítakalýsing Dag-
verðarness eftir sögn Sturlu Þórðarsonar: og med slikum
skilgreinum kvezt hann kawpa og selia. Ekkert virðist í
orðalagi lýsingarinnar benda til 13. aldar um málfar og
slíkt. Þó skal tekið fram, að í henni er nefnt ítak í arn-
dnmsstada land. Arngrímsstaðir þessir virðast hvergi
nefndir annars staðar. í landamerkjaskránni eru nefndir
biarnarstadir. Þeir eru og nefndir í áreiðarbréfinu, en
hvergi annars staðar. Arngrímsstaðir benda til forns
tíma. Virðist því varla vera um Sturlu Þórðarson, sýslu-
mann á Staðarfelli, að ræða, en hann var uppi á f. hl. 16.
aldar. Sturla sýslumaður virðist ekki hafa átt Dagverðar-
^es, né heldur Þórður Helgason, faðir hans, og því ólík-
egra, að hann hafi lýst ítökum. Samkvæmt Þórðar sögu
akala, kap. 12, og Sturlu þætti, kap. 1, gæti virzt sem svo,
að Sturla hafi átt Dagverðarnes, en hann ætti þá að hafa
eignazt það eftir Lambkár, er getur í landamerkjaskránni,
DI IV 3, sbr. 2.
Það verða á vegi manns margar freistingar, þegar vart
verður möguleika þess, að kunnur sagnahöfundur hafi átt
eina elztu Magnússkirkju vestanlands, og er þá vissara að
hrasa ekki.
Að vísu er það svo, að Magnúss þáttur í Orkneyinga
s°gu, eins og hún liggur fyrir, er samsteypa af ýmsum
og er ein þeirra kirkjuleg. En þvílík kirkjuleg
bundin dýrkun dýrlingsins og því staðbundin.
^tt art!^væm^ heildarniðurstöðum um Magnús Eyjajarl
1 ^a helzt að leita á svæðinu vestanlands og norðan, en
heimildum,
heimild er