Saga - 1962, Blaðsíða 142
478
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
abbadís á Reynistað, hvernig sem á því stendur. Það er því
eigi óeðlilegt, að menn hafi hugsað sér jarl höggvinn með
sverði. Enn mætti hugsa sér, að sverðið væri hið refsandi
sverð réttlætisins, er hverjum landsstjóra er skylt að reiða.
Skarðsklæðið er þá annars vegar tengt Norðurlandi, en
komið frá Skarði á Skarðsströnd, þaðan sem AM 670 f 4to
einnig kom.
í þessu sambandi má drepa á þann möguleika, að dýrl-
ingarnir tveir í neðra vinstra horni altarisklæðisins frá
Draflastöðum, Þjms. 3924, kynnu að vera Magnús Eyja-
jarl og Hallvarður, þegar hliðsjón er höfð af Skarðsklæð-
inu með myndum þeirra beggja.
Sé leitað að Magnúss sögu, þá getur hennar:
1394 í Húsavík, DI III 583, sbr. V 274.
1461 í Möðruvallaklaustri, DI V 289.
1467 í Holti í Saurbæ, DI V 493. Er hún þá sögð með
Magnúss historia, en 1523 er sagt, að hún sé með
Magnúss historium báðum syngjandi, DI IX 195.
Það merkir, að sögunni fylgir tíðasöngur beggja
Magnússmessna, á vor og vetur, með nótum.
Þessar heimildir raska ekki þeirri mynd af útbreiðslu-
svæðum Eyjajarls dýrkunar, sem þegar er fengin. Þau eru
samkvæmt framangreindum heimildum aðallega tvö, ann-
að á Vesturlandi, en hitt um mitt Norðurland. Enn frem-
ur má sjá, að tvær Magnússkirkj ur eigi sögu hans, auk
eins klausturs.
Það ber þó að taka skýrt fram, að iðulega er þess ekki
getið í máldögum, hverja dýrlinga líkneskin töldu eiga að
tákna. Enn fremur er töluvert magn heimilda glatað. Það
virðist raunar ólíklegt, að myndin raskaðist verulega, þótt
allar heimildir væru fyrir hendi, þar sem það heimildar-
magn, sem varðveitzt hefur, er í heild alls eigi óverulegt.
Til viðbótar má nefna, að í máldaga Heynesskirkju, Dl
VIII 57, sem er ársettur 1491—1518, en er ugglaust eldri,
er m. a. ákveðið, að þar skuli sungið frá Görðum Magnús-
messu fyrir Jól. Máldaginn kemur fyrir sjónir sem væn