Saga - 1962, Blaðsíða 121
VITNISBURÐUR FRJÓGREININGAR UM GRÓÐUR 461
skógurinn við Alversund við sunnanverðan Lygrufjörð á
Norður-Hörðalandi, norðan Björgvinjar, hafi verið gróður-
settur á síðari hluta 9. eða á 10. öld. Beykiskógurinn við
Alversund er stærsti beykilundur í Vestur-Noregi. Aðrir
beyki- og grenilundir vestanfjalls eru gróðursettir á síðari
öldum. Greni og beyki komust aldrei af eigin rammleik
fyrir Líðandisnes til Vestur-Noregs. Beykiskógurinn er
um 3 km fyrir utan Seim, Sæheim, en þar var eitt af bú-
um Haralds konungs hárfagra. Þess er getið í Heims-
kringlu, að Haraldur hafi setið í Sæheimi, er Hákon hinn
góði fæddist á hellunni, sem hann lézt á síðar (Hákonar-
hellu). Hákon var heygður að Sæheimi. Haraldur hárfagri
var upprunninn frá Vestfold við Víkina, mesta beykiskóga-
svæði Noregs. Knud Fægri telur, að Haraldur eða niðjar
hans eða hirðmenn hafi flutt með sér beyki úr heimkynn-
unum og gróðursett við Sæheim til skrauts eða nytja. Hér-
lendis þekkjast engin dæmi skógræktartilrauna að fornu.
Frjórannsóknir og saga.
Hér að framan hafa verið gerð nokkur skil þeirri sögu,
sem frjóregnið hefur skráð í íslenzkar mómýrar öldum og
arþúsundum saman. Einkum hefur verið stuðzt við frjó-
hnurit frá Skálholti og úr Borgarmýri við Reykjavík. Skal
uu reynt að tengja þessa náttúrufræðilegu sögu hinni al-
uiennu sögu þessara tveggja staða.
Öskulagið G eða VII a og b er látið ráða mörkum land-
námsins í frjólínuritunum (strikuð lína 1 línuritunum), en
það er myndað við gos á Torfajökulssvæðinu. Rannsóknir
Sigurðar Þórarinssonar (1944) sýndu, að öskulagið lá
Undir rústum eyðibýlanna í Þjórsárdal, sem fóru í eyði
við Heklugosið 1104. Frjórannsóknir Sigurðar leiddu í
Ijós, að lagið lá rétt neðan gróðurfarsbreytingar landnáms-
silvatica) at Lygrefjorden near Bergen (Norway). — Danm. Geol.
Undersdgelser, II Række, 80, 232—249, Kbh. 19B4.