Saga - 1962, Blaðsíða 150
486
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
Á því getur ekki leikið vafi, að textinn í Magnúss sögu
lengri er í norðlenzkri gerð, þótt varðveitzt hafi í Bæjar-
bókarafskriftum, en hún kom frá Bæ á Rauðasandi. Enn
fremur virðist það vera öruggt, að sú gerð muni vera frá
14. öld. Á sögunni er sá skrúðstíll í heild, sem tilheyrir
bókmenntum kirkjulegum frá lokum 13. aldar og 14. öld.
En elzti nafngreindur höfundur eða þýðandi, er notar
hann hér á landi, virðist vera Grímur prestur Hólmsteins-
son. Það má og benda á, að t. d. segir: „Eysteinn konúngr
tók við júngherra Magnúsi forkunnar vel, ok gaf honum
upp föðurleifð sína, hálfar Orkneyjar, ok þar með tók
hann jarls-nafn af konúnginum,--------. Ok eptir þat fór
herra Magnús jarl vestr um haf----------. Þeir frændr,
herra Magnús jarl ok Hákon,“----------(Icel. s. I 251)*
í Orkneyinga sögu segir: „For Magnus iall vestr um haf
a vit rikis sins“, Orkn. 109, Icel. s. I 74, en í Magnúss sögu
inni skemmri segir: „Þeir frændr, Magnús jarl ok Hákon,
höfðu landvörn“--------, ibid. I 286. Heitið herra er fyrst
notað undir lok 13. aldar, og jungherra aðeins síðar.
Það virðist vera svo, að Magnúss saga in lengri noti
annars vegar textatýpu Flateyjarbókar, en bæti hins veg-
ar inn í hana öðru efni, sem aðallega stafar frá Vita meist-
ara Rodberts, sem virðist að öðru leyti ókunnur maður.
Bersýnilega er Vita hans afleiðing af upptöku heilags
dóms Magnúsar Eyjajarls. Því til sönnunar má nefna kafl-
ann í Icel. s. I 268—9, borinn saman við lectio viii & ix
í Breviarium Aberdonensis, ibid. III 314—5: „1 dag við
skildist hann alla þvíngan-------Amen.“ Tengslin milli
þess, sem Magnúss saga in lengri segir vera úr sögu Rod-
berts, og brevíartextans, eru auðsén. Þau koma t. d. einnig
fram í antiphona- eða hymnahendingunum, ibid. III 308
og 321:
Saulos ecce Paulus fit, prædo fit patronus,
Persecutor factus est plebis pastor bonus.
Þar segir Magnúss saga in lengri: „Ok því næst án dvöl
gjörðist hinn heilagi Magnús jarl Paulus af Saulo, predik-